Píratar eru um 4 kjörtímabila verkefni.

Davíð og Golíat

Jón Gnarr er færasti stjórnmálamaður Íslands síðan Davíð Oddsson yfirgaf stóra sviðið. Jóni hefði þó aldrei enst dvölin eins lengi og Davíð, enda ekki stjórnmálamaður í raun, en það sem hann gerði á þessum stutta tíma var tær snilld. Reynsla okkar Pírata í þinginu hefur hins vegar verið þvert á trú og tilfinningu Jóns sem segir á vefsíðunni Reddit: „Píratar eru fínir á margan hátt. Ég hef ekki mikla trú á þeim og held að þeir muni ekki þola álagið til lengdar. Þegar þú kemur svona sem átsæter þá ertu með bæði hægri og vinstri á móti þér.

Við Píratar höfum nefnilega átt gott samstarf við bæði hægri og vinstri á þingi, og lagt fram lagafrumvarp um stöðvun nauðungasalna (sem Hanna Birna bætti um betur og kláraði) og beiðni um skýrslu um Dróma með aðstoð meir- og minnihluta flokka á þinginu.

Þingmenn munu alltaf hugsa um hagsmuni sína og sinna umbjóðenda. Og Píratar eiga sameiginlega hagsmuni með bæði hægri og vinstri. Hvort þingmönnum annarra flokka líkar við okkur er ekki málið. Píratar eru ekki á þingi til að eignast vini, við höfum skýra framtíðarsýn og kjósendur hafa treyst okkur fyrir öflugu verkfæri sem þingmennska veitir til að ná henni fram. 

Píratar eru stjórnmálaarmur upplýsingabyltingarinnar og undiralda hennar er að færa okkur í átt til upplýstara samfélags þar sem allir hafa í ríkara mæli rétt á að koma að ákvörðunum sem þá varðar og það á upplýstan hátt. Þetta er framtíðarsýnin sem Píratar stefna að. Aðrir flokkar munu fylgja því fordæmi eða tapa fylgi samhliða fjölgun þeirra sem nota internetið í ríku mæli, eins og ég nefni nánar í áramótagrein fyrir Pírata í Morgunblaðinu.

Píratar eru rétt undir 30% fylgi hjá þeim aldurshópi sem mest notar internetið, 18 - 29 ára. Eftir fjögur kjörtímabil verður sá hópur á aldrinum 18 - 45 ára. Grunnstefna Pírata munu áfram höfða til þessa hóps að því gefnu að þetta fólk haldi áfram að nota internetið í miklu mæli og finnast mikilvægt að verja grunnréttindi sín þar, ásamt því að nýta netið til að taka meira þátt í ákvarðannatöku hins opinbera. Svo eftir um 4 kjörtímabil verður búið að tryggja mikið af grunnstefnu Pírata í lög og reglur, því hún er stefna sem bæði hægri og vinstri flokkar geta og munu taka upp ef þeir vilja ekki verða af fylgi þessa ört vaxandi hóps kjósenda. 

Það er góð tilfinning að verja og efla réttindi fólks. Það færir manni frið að hafa við þá iðju fullan þunga mestu tæknibyltingar mannkynssögunnar að baki sér. Grunnstefna Pírata er að vega þyngra í gildismati fólks. Meðan að slíkt heldur áfram munu Píratar áfram starfa með bæði hægri og vinstir á Alþingi okkar Íslendinga.

 

CALike

 


mbl.is Píratar þoli ekki álagið til lengdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi útskýring þín rímar alveg við bloggpistil minn um Pírata þar sem ég brýni ykkur til að hafa forystu um að upplýsingabyltingin verði í anda þeirrar samkenndar sem þú skrifar svo vel um í nýrri blaðagrein.

Ómar Ragnarsson, 6.1.2014 kl. 10:13

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Pistillinn þinn er góður og umræðan á þræðinum við hana líka :) Takk Ómar

Set link á hana fyrir áhugasama: http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1343711/

Jón Þór Ólafsson, 6.1.2014 kl. 13:53

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir pistilinn, Jón Þór. Þú skrifar: „Það er góð tilfinning að verja og efla réttindi fólks."

Hvað með höfundarétt? Mörgum tónlistarmönnum finnst að það sé verið að stela þeirra verkum. Svör Pírata eru ekki mjög sannfærandi að mínu mati. Hér er dæmi. Svafar Pírati segir á sínu bloggi: „Sumir segja ólöglega afritun og dreifingu vera þjófnað. Sú afstaða er skiljanleg en þó ekki alveg rétt." Þetta hljómar eins og orwellíska í mínum eyrum.

Wilhelm Emilsson, 6.1.2014 kl. 18:17

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sæll Wilheim og takk fyrir athugasemdina.

Jú höfundarrétt þarf að verja. Til að tryggja að höfundar gætu einir hagnast á eigin verkum voru fyrr á öldum sett afritunarákvæði í höfundalögin. Höfundar fengu tímabundið einkaleyfi til að afrita verk sín.

Í dag þurfum við að finna aðrar leiðir til að tryggja að höfundar einir geti hagnast á eigin verkum, því að til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið.

Varnaðndi ummæli Svafars. Dreyfing á höfundaréttarvörðu efni í leifisleysi er lögbrot en hún er ekki skilgreind sem þjófnaður í lögum. Það er kannski ekki huggun fyrir höfundarrétthafa en greining þar á er mikilvæg því þjófnaður sviptir eignarrétthafan alltaf eign sinni meðan að ólögleg dreyfing höfundarréttarvarins efnis takmarkar stundum (en ekki alltaf (já það skiptir máli)) eigenda höfundar (sem líka er mikilvægur eignarréttur) tækifæri á því að hagnast. Grunar að það sé það sem Svafar sé að segja.

Við þurfum að finna leiðir til að friðhelgi einkalífsins, upplýsingafrelsi á netinu og réttur höfunda til að hagnast á eigin verkum séu tryggð. Við Píratar erum að leita leiða, m.a. samræðu við hagsmunaaðila höfundarrétthafa.

http://www.visir.is/hofundarrettur.net-/article/2013708159949

Jón Þór Ólafsson, 6.1.2014 kl. 19:07

5 Smámynd: Diddi

Takk fyrir góðan, skýran og skorinyrtan pistil, Jón Þór!

Upplýsingar eru svo sannarlega forsenda upplýsingar..

Píratar eru beint og óbeint að vinna að þessu marki, sem er ástæða þess að í fyrsta sinn hef ég í raun áhuga á því sem er að gerast á þingi!
Málsvari þekkingar, skoðanaskipta og raunverulegs frelsis er loks að taka þátt í mótun samfélagsstefnunnar...

...og það er svo mikils virði.

Ég styð af öllu hjarta þá sem vilja opna þjóðarvitundina, brjóta niður gagnslausa múra, fjarlægja þrúgandi þvinganir og dreifa valdinu sem þjappast hefur á færri og færri hendur í gegnum mannkynssöguna...

En ýmislegt þarf til svo við sem samfélag getum kallað okkur "upplýst"...
Kannski helst að fólk læri að meta hið raunverulega gildi upplýsinga; allt þetta hugmyndafóður skoppandi manna á milli, eins og fjölmargir snjóboltar hlaðandi utan á sig massa.
Ummæli almennings fylgja fjölmörgum fréttum og fræðandi greinum, stanslaus endurgjöf, umræða og skoðanaskipti... kraft þessa fyrirbæris má ekki vanmeta!

Ég álít fátt meira virði en framúrstefnulegar og róttækar hugmyndir, nema einmitt umhverfið sem býður upp á frjálst flæði og nýmyndun slíks auðs... auðs sem vegur þyngd sína margfalt í öllum peningaauði heimsins.

Svo margt í þessum efnislega heimi er ótal takmörkunum háð. Hugmyndir takmarkast eingöngu við ímyndunaraflið og fjölda þeirra sem leggjast saman á að móta góðar þær.
Að sniðganga slíka auðlind er álíka gáfulegt og fyrir Íslendinga að vinna drykkjarvatn beint úr sjónum!

Ég tek undir með Einstein heitnum...
"Knowledge is limited, but Imagination encircles the world"

 Kv. Sigurður Ingi

Diddi, 7.1.2014 kl. 04:05

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Jón.

Þegar þú skrifar „til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið" þá veit ég hvað þú, og aðrir Píratar meina, en ég er viss um að þetta sé sjálfgefið.

Ég skil ekki þessa setningu: „þjófnaður sviptir eignarrétthafan alltaf eign sinni meðan að ólögleg dreyfing höfundarréttarvarins efnis takmarkar stundum (en ekki alltaf (já það skiptir máli)) eigenda höfundar (sem líka er mikilvægur eignarréttur) tækifæri á því að hagnast."

Aðalatriðið er að þú telur að verja þurfi höfundarrétt og að þú hefur sagt að Píratar séu að vinna í því. Það er gott.

Wilhelm Emilsson, 7.1.2014 kl. 05:52

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Afsakaðu Wilhelm. Það vantar orð í þessa flóknu setningu :) Reyni aftur.

Til að athöfn geti talist þjófnaður samkvæmt lögum þarf hún fela í sér ásetning eins aðila að taka og þannig svipta eigenda eign hans, og það án vilja hans og/eða vitneskju). Að svipta eigenda eign á vitneskju eða vilja hans er ekki nóg til að teljast þjófnaður því sú skilgreining gæti líka náð yfir skemmdarverk. Til að um þjófnað sé að ræða þarf þjófurinn að taka eignina og hafa ásetningu um slíkt. Þetta eru allt mikilvægar skilgreiningar og er grundvallar atriði í okkar réttarfarskerfi. Góð lög hafa vel skilgreind hugtök.

Dreyfing á höfundarréttarvörðu efni án samþykkis höfundarrétthafa er ólögleg (nema til nánustu vina og ættingja), en hún sviptir ekki rétthafann eign hans og er því ekki þjófnaður eða stuldur eða rán samkvæmt lögum. Hins vegar á slíkt til að svipta rétthafann tækifærum á því að hagnast á sínu efni.

Í þessu felst munurinn. Ólögleg dreyfing á höfundarréttarvörðu efni er því ekki þjófnaður samkvæmt lögum.

Jón Þór Ólafsson, 7.1.2014 kl. 18:35

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Jón. Það er mikilvægt að ræða þetta og ég þakka þér fyrir það. 

Hvað um hugverkarétt? Mér finnst svolítið eins og þú álítir að hugverkaréttur sé bara hugarburður. En þetta er lagalegt hugtak sem felur í sér höfundarétt. Menn hafa verið dæmdir fyrir stuld á hugverkum. Ergo: Að taka hugverk án samþykkis þess sem á höfundaréttinn er þjófnaður í lagalegum skilningi. Ég sé ekki hverning hægt er að komast hjá þeirri niðurstöðu.

Ég held að við séum alla vega sammála um það að taka hugverk án samþykkis þess sem á höfundaréttinn er ólöglegt.

Wilhelm Emilsson, 7.1.2014 kl. 23:44

9 Smámynd: Diddi

Wilhelm, hér er spurning...

Hvort viljum við frekar umhverfi þar sem allir sitja á sínum hugmyndum eins og ormar á gulli, eða umhverfi þar sem hugmynda auðgi og hugverk fá að vera allt sem þau geta verið, samfélaginu öllu til hagsbótar?

Það var nákvæmlega þannig umhverfi í Evrópu á endurreisnar tímanum, sjáðu hversu mikill hugverka- og tækniauður myndaðist í kjölfarið!

Það eru fjölmargar leiðir fyrir höfunda til að hagnast persónulega á eigin framlagi til hugverkaauðs mannkyns, auglýsingar, sniðugar netgáttir (spotify, netflix) osfrv.

Það er í raun bara útfærslu atriði sem hugmyndafrjótt fólk ætti ekki að vera í neinum vandræðum með!

Allir höfundar og listamenn sækja í áhrif utan við eigin huga. Þeim mun fjölbreyttari og tíðari áhrif, þeim mun meiri heildar sköpunarkraftur

;-)

Diddi, 8.1.2014 kl. 00:32

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Diddi.

Þarna setur þú upp það sem í rökfræði kallast valtvennuvilla (false dilemma, á ensku). Þú gefur mér bara tvo kosti og vilt að ég kjósi annan. Þú segir: „Hvort viljum við frekar umhverfi þar sem allir sitja á sínum hugmyndum eins og ormar á gulli, eða umhverfi þar sem hugmynda auðgi og hugverk fá að vera allt sem þau geta verið, samfélaginu öllu til hagsbótar?"

Málið er miklu flóknara en þetta. Það eru um fleiri en tvo kosti að ræða. Það að ég telji að vernda beri rétt listamanna þegar kemur að því sem þeir skapa þýðir ekki að ég sé á móti hugmyndaauðgi . . . eða endurreisninni :)

Wilhelm Emilsson, 8.1.2014 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband