Siðaboðskapur kærleika væri á sandi byggður án samkenndar.

heart_in_mind

Ímyndum okkar heim án samkenndar; án þess eiginleika fólks að finna hvernig öðrum líður. Án samkenndar myndi vanta undirstöðu þess að finna til með öðrum, að sýna samúð (compassion). Samkennd en ekki siðaboðskapur er undirstaða kærleikans; að finna til samúðar og einingar með öðrum.

Ef persónulegur guð skapaði manninn þá væri samkennd eitt af meistaraverkunum. Án samkenndar væri kærleikurinn í kristninni og annar siðaboðskapur jafn holur hljómur fyrir okkur eins og hann er fyrir siðblindingjum. Samkennd er nefnilega gerð möguleg með svokölluðum speglataugum (mirror neurons) í heila alls fólks nema þeirra sem eru líffræðilega siðblindir (psycopaths). Siðaboðskapur kærleikans myndi skolast fljótt í burtu ef hann byggði ekki á klettinum sem samkennd fólks er. Í heimi byggðum einvörðungu af siðblindingjum væri siðaboðskapurinn ekki kærleikur.

Það eru ekki ný sannindi að frið og kærleik finnur fólk í gegnum ýmiss konar hugrækt. Jafnt í hugleiðslu, bæn og íhugun (contemplation) á Guð. En engin hugtök, orð eða nöfn geta lýst guði. Sá sannleikur er gamall og má finna jafnt í Kristni, öllum stóru trúarbrögðum heimsins og hjá heimspekinginum Sókratesi. Svo sá sem íhugar Guð án hugtaka er í grunninn að gera það sama og Zen munkurinn í Japan og upplifa hugarástand sem Sókrates lýsir fyrir lærisveinunum stuttu áður en hann drekkur bikarinn (Faidon 79d); Að vera meðvitaður án hugtaka. Í heimi þar sem hugur okkar er upptekinn allar vökustundir væri ekki úr lagi að íhuga öðru hverju án hugtaka og komast í meiri snertingu við samkennd okkar, frið og kærleika. 

Höfundur metsölubókarinnar 'Emotional Intelligence' talar hér að neðan í TED fyrirlestri um rannsókn á því hvernig samkennd þrífst síður hjá þeim sem gefa sér ekki tíma til að staldra við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa frábæru færslu Jón Þór, það þarf virkilega svona þenkjandi menn á okkar alþingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2014 kl. 13:39

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góður pistill

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.1.2014 kl. 14:09

3 Smámynd: Diddi

Það er góð tilfinning að skynja annað fólk - mannfólk yfir höfuð - sem hluta af sinni eigin stórfjölskyldu.

Maður er jú frekar tilbúinn til að gefa fjölskyldumeðlimum sjens, líklegri til að horfa á það góða í fari þeirra frekar en hitt.

Vissulega er ekki alltaf auðvelt að eiga við fjölskylduna, fólk er jú misjafnt og við erum ekki alltaf tilbúin til að leggja niður eigin skjöld og setja okkur í spor hins... sérstaklega ekki í heimi "ég um mig frá mér til mín" ;)

Vönduð og svo afskaplega viðeigandi orð hjá þér, hr Jón, tek ofan hattinn!

Diddi, 7.1.2014 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband