Faðir kapitalismans á móti flötum tekjuskatti.

Faðir kapitalismans, eins og hann er oft nefndur, Adam Smith hafði þetta að segja um skatta á tekjur: "It is not very unreasonable that the rich should contribute to the public expense, not only in proportion to their revenue, but something more than in that proportion." - Auðlegð Þjóðanna, Bók V, Kafli II, Partur II, Um Skatta.- (Getur einhver sett íslensku þýðinguna í athugasemdirnar að neðan?)
 
Þessu var Sjálfstæðisflokkurinn sammála á landsfundi flokksins fyrir kosningar. Þar var ályktað að lækka skatta og gera þá flatari, ásamt því að hækka persónuafslátt. 
 
Ef hægri menn ætla að lækka og fletja út tekjuskattinn án þess að moka fylgi til vinstri þá færi vel á því að hækka persónuafsláttinn samhliða. Vona að við sjáum meira af mannúðlegri hægri stefnu.
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Í Noregi er sérsniðið skattkort fyrir hvern og einn, þannig að útgjaldaábyrgðin, fjölskyldustærð og félagsleg staða er tekin með í reikninginn.

Það virðast ekki vera til stærðfræðimenntaðir einstaklingar á Háskólaða Íslandi, sem kunna að reikna út svona sjálfsagt og auðskilið dæmi.

Skattstofa ríkisins Íslands er aftökustofnun, sem skapar fátækt og örbyrgð hjá enn fleiri heiðarlegum einstaklingum og fyrirtækjum Íslands.

Aftökurnar fara fram á skipulagðan hátt yfir langan tíma, til að fólk sem kallast almenningur, átti sig ekki á skatta-aftökusnörunni, fyrr en einstaklingar eru fastir í þeirri snöru.

Það búa líklega of margir á Íslandi, miðað við Noreg, til að þetta sjálfsagða skattakerfi sé framkvæmanlegt á Íslandi?

Eða hver gæti annars verið skýringin?

Svaraðu nú herra Gylfi Arnbjörnsson, og þínir taglhnýtingar!

Alvöru-góðir jólasveinar þurfa að hafa eitthvað meira göfugt og dyggara  til að bera, heldur en hvítt skegg og ómannúðlegt banka-heimsveldis-bakland handan hafsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.12.2013 kl. 21:21

2 identicon

"Skattstofa ríkisins Íslands er aftökustofnun, sem skapar fátækt og örbyrgð hjá enn fleiri heiðarlegum einstaklingum og fyrirtækjum Íslands." Hér er bakari hengdur fyrir smið. Skattlagning er ákveðin af þingmönnum og eins og Jón bendir á gera þeir það í samræmi við sannfæringu sína, sem virðist nú snúast um að þeir tekjulágu fylli upp í skuldagatið en þeir ríku standi hjá og skáli.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 13:21

3 identicon

Hvers vegna ertu að lesa eitthvað upp á ensku, ef þú ert að lesa textann með íslenzkum framburði? Það er mjög óþægilegt að hlusta á. Þá hefði verið betra að þú hefðir þýtt textann fyrst, því að þú kannt íslenzkuna ágætlega.

Pétur D. (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 21:00

4 Smámynd: Diddi

"Það er ekki til of mikils mælst að hinir efnuðu standi straum af almannakostnaði, ekki eingöngu í beinu hlutfalli við eigin tekjur, heldur jafnvel á einhvern viðameiri hátt"

...eða þannig myndi ég túlka það.

Diddi, 7.1.2014 kl. 04:46

5 Smámynd: Diddi

Smá umorðun;

"Það er ekki til of mikils mælst að hinir efnuðu taki þátt í almannakostnaði, ekki eingöngu í beinu hlutfalli við eigin tekjur, heldur jafnvel á einhvern viðameiri hátt"

Diddi, 7.1.2014 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband