Gegnsæisbeiðni í jólagjöf fyrir fólk í fjötrum Dróma.
21.12.2013 | 00:21
Það er ekki orðum aukið að segja að Drómi hf sé eitt hataðasta fyrirtæki landsins. Skipulagður og vel menntaður hópur fólks stofnaði fyrir nokkru Samstöðu gegn Dróma til að stilla saman krafta sína við að losa sig úr þeim fjötrum. Meðlimir hópsins settu nýlega upp upplýsingasíðuna Fólk í fjötrum Dróma.
Það minnsta sem við þingmenn getum gert til að aðstoða fólk í fjötrum Dróma er að kalla eftir upplýsingum sem munu uppljóstra um valdmisnotkun og vanrækslu opinberra aðila ásamt yfirstjórnar Dróma, ef einhver hefur verið. Það er hlutverk þingmanna að hafa eftirlit með stjórnvöldum og öðrum opinberum aðilum.
Fjármálaráðherra Bjarni Ben hefur verið beðin um eftirfarandi upplýsingar:
Kemur eftir 10 vikur (í mars):
Gleðileg jól og farsælt komindi ár :)
hlakka til að starfa meira með ykkur á nýja árinu.
Ráðherra flytji Alþingi skýrslu um Dróma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Facebook
Athugasemdir
Veit nokkur hver staðan er á skýrslu frá ransoknarnefnd um fall sparisjóðanna og þá sérstaklega SPRON
átti hún ekki að vera komin framm
Lárus A.Jónsson (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 07:37
Sæll Jón.
Mér hefur frá fyrstu tíð þótt fáheyrt
að sjálft sjórnskipunarvaldið skyldi velja
að framselja vald sitt til sjálfseignarfélags.
Þetta er ljótasti blettur eftirhrunsáranna.
Hafðu sæll tekið þetta mál fyrir og megi þér auðnast
þrátt fyrir allt að taka á málinu af hlutlægni og að
upplýsingar séu jafnan þrautprófaðar.
Hvað sem líður fyrirspurnum þá mætti gjarna byrja
á því að upplýsa hverjir eru hér á ferð samkvæmt
hlutafélagaskrá þó ekki væri annað, - en jafnvel það
hefur ekki verið upplýst!
Ætli menn að vinna að þessu af skynsamlegu viti þarf
að undirbúa það og upplýsa síðan almenning
með skotheldum gögnum hverjir þar eru á ferð,
valdatengsl ef einhver eru o.s.fr.
Húsari. (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.