Tekst Bjarna Ben að drepa fólk úr Dróma fyrir jól?
13.12.2013 | 13:19
Fyrir hálfu ári birti Seðlabankinn viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um kaup og sölu á eignum Dróma hf. til ESÍ og Arion banka hf. Lán einstaklinga yrðu þá færð frá Dróma til Arion banka. Þar segir að: "Gera má ráð fyrir að á næstu þremur til sex mánuðum liggi fyrir hvort af samkomulagi verði." Í gær voru sex mánuðir frá yfirlýsingunni og Viðskiptablaðið greindi frá að samningar um Dróma verði hugsanlega kláraðir fyrir áramót.
Eftir allt sem fólk með skuldir í þrotabúi Dróma hefur mátt þola, m.a. vegna mistaka Fjármálaeftirlitsins og lögbrota Dróma, væri rétt að sá hópur fái að heyra fyrir hátíðarnar hvort af þessum samningum verði. Fjármálaráðherra Bjarni Ben gæti gengið í málið, gengið úr skugga um hvort svo sé, og fært þanning fjölmörgum fjölskyldum frið á jólunum.
Ef Bjarni Ben er ófær um að gefa þessa jólagjöf fyrir jólahlé þingsins þá mun ég leita eftir því að annar jólaglaðningur verði undirbúin og til þarf 9 þingmenn. Á næst síðasta þingdegi munu þá 9 þingmenn biðja fjármálaráðherra um ýtarlega skýrslu um Dróma, sem innihéldi m.a. tengsl félagsins við opinbera aðila s.s FME ásamt eigna og stjórnartengsla allra aðila sem um komið hafa að opinberri ákvarðannatöku sem varðar félagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.12.2013 kl. 14:40 | Facebook
Athugasemdir
Sæll baráttujaxl. Gott að vita af þér þarna inni á Alþingi.
Hér er jafnframt mikilvæg spurning, sem ríkisvaldið (hið fyrra og síðara) hefur ekki enn svarað, né hin opinbera stofnun FME, er varðar eftirfarandi:
HIN RAUNVERULEGA LEIÐRÉTTING er hér lýst (skv greinargerð lögð fram á Alþingi 2011), en hefur ekki komið enn til framkvæmda af hálfu eigenda, né eftirlitsaðila þess, FME:
ÍSLANDSBANKI, Arionbanki og Landsbankinn, sem og þrotabúin, skrifuðu undir samning við FME sem segir að "viðskiptabankarnir munu veita einstaklingum meiri afslátt af lánum þeirra en samið var um við yfirfærsluna" sem þýðir MEIRA EN 56% AFSLÁTT beint til einstaklinga, fjölskyldna og heimilanna í landinu. Aukin verðmæti fyrirtækjalána (lána til lögaðila) muni bera það uppi. Dæmi um slík fyrirtækjalán eru lán til útflutningsfyrirtækja sem ganga betur eftir gengisfellingu krónunnar.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10202524415901935...
HÉR STENDUR ÞAÐ SVART Á HVÍTU:
Úr 4.mgr. 2.liðar í skýrslu Fjármálaráðuneytisins um samning FME við endureista gjaldþrota bankana sem í dag heita Íslandsbanki, Arionbanki og Landsbankinn, segir:
"Það verðmæti sem samið var um að lokum á síðari hluta ársins 2009 var 1.760 ma.kr. sem samsvaraði 56% af fyrra eignamati."
Í 1.mgr. 5.liðar sömu skýrslu:
"Þeir afskriftarsjóðir sem nýju bankarnir fengu til sín með samningunum munu í meginatriðum ganga til viðskiptavina bankanna. Staðan mun vera þannig nú að viðskiptabankarnir munu veita einstaklingum meiri afslátt af lánum þeirra en samið var um við yfirfærsluna (þ.e.a.s. meira en 56%), en að aukin verðmæti fyrirtækjalána muni bera það uppi. Dæmi um slík fyrirtækjalán eru lán til útflutningsfyrirtækja sem ganga betur eftir gengisfellingu krónunnar. "
Í 3.mgr. 5.liðar í sömu skýrslu:
"Að ganga of hart að viðskiptavinum og hrekja þá frá sér er ekki leiðin til að auka verðmæti eignarhlutarins."
Hérna er greinargerðin og fréttin um hana á vef ráðuneytisins (hún er stutt, 4 blaðsíður):
http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/2011/06/01/nr/14330
http://www.fjarmalaraduneyti.is/m.../frettir/greinargerd.pdf
Þess væri óskandi að þingheimur krefði FME og umrædda viðskiptabanka um efndir þessa samnings gagnvart einstaklingum (öllum), enda um það samið þegar endurreistar kennitölur þrotabúa viðskiptabankanna þriggja tóku við þeim lánasöfnum sem um ræðir.
Virðingarfyllst,
BINNI / Brynjar Ragnarsson.
BINNI (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.