Vill hrósa Hönnu Birnu, og hvetja.

Ef Hanna Birna heldur vel á frumvarpi sínu um að fresta nauðungarsölum á heimilum landsmanna þá mun skjólið sem hún skapar nægja til að engin missi heimili sitt áður en dómur er fenginn í máli Hagsmunasamtaka Heimilanna um lögmæti verðtryggðra neytendalána. 

Það dómsmál er í flýtimeðferð vegna laga sem Hanna Birna lagði fram og fékk samþykkt á sumarþinginu. Það er ólýðandi að fleiri heimili fari á nauðungarsölu áður en lögmæti lánanna sé ljóst.

Takist Hönnu Birnu þetta þá hefur hún staðið sig best allra ráðamanna frá hruni í að verja réttindi lántakenda fyrst með lögunum um flýtimeðferð og svo með stöðvun á nauðungasölu heimila.

En á nefndarfundi í alherjar- og menntamálanefnd eftir hádegið í dag var ljóst að kröfuhafar (helst Íbúðalánasjóður) og stjórnsýslan vilja þynna út framvarp Hönnu Birnu. Setja ýmiss skilyrði sem munu flækja þessa aðgerð, skapa óvissu sem leiða til kæruferla og fresta samþykkt frumvarpsins.

Fylgjumst með ferli frumvarpsins í þinginu og styðjum Hönnu Birnu í því að svigrúmið verði eins og hún leggi til í frumvarpinu og sé samþykkt öðru hvorum megin við helgina eins og hún leggur til. Hafa landsmenn ekki mátt þola réttaróvissu nógu lengi?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér, við eigum að styðja við það góða sem fólk gerir, jafn framt því að láta vita af því þegar málum er klúðrað.  Batnandi mönnum er jú best að lif.  Ég er afskaplega ánægð  með þetta tiltekna málefni og bara skil ekki af hverju þetta var ekki gert löngu löngu fyrr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2013 kl. 17:47

2 identicon

Það á hver það sem hann á, ég var/er afar ósáttur við Hönnu Birnu og ríkisstjórnina að stöðva ekki uppboðin við fyrsta tækifæri, enda ríkistjórnin stofnuð utan um skuldaleiðréttingu sem gæti losað einhverja þeirra af króknum sem annars lentu á uppboði.  Betra þó seint en aldrei.

Takk fyrir að vekja athygli á að H.B. setti dómsmál um verðtrygginguna í flýtimeðferð. Hafði farið fram hjá mér. Það var gott mál hjá henni.

Kraftmiklir pólitíkusar verða að þora að segja "já" ekki síður en "nei" þegar það á við. 

Kanski kemur hún bara til blessunin! 

p.s. það kemur í ruslpóstvörninni spurningin "hver er summan af 8 og 1", ætli þetta sé jólapóstvörn? ;-) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.12.2013 kl. 17:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Bjarni eða ertu viss um að það hafi ekki verið 12 og 1 hahaha....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2013 kl. 18:47

4 identicon

"ljóst að kröfurhafar(helst íbúðalánasjóður)og stjórnsýslan vilja þynna út frumvarp Hönnu Birnu"

Ekki hægt að sjá að það séu hagsmunir íbúðalánasjóðs, að frumvarpið nái ekki fram, eiga hundruðir íbúða sem standa auðar, held frekar að stjórn ÍBL sé ekki starfinu vaxin,alla vega ef maður lítur á stöðu sjóðsins í dag.

Stjórnsýslan hélt því fram allt fram til dómsúrskurðar að gengis bundnu lánin væru lögleg,þeir hefðu ekki þurft að gera annað en lesa 14gr.laga 38/2001 að bannað er nota annað en neysluvísitöluna til verðtryggingar,og það var Trukkabílstjóri sem neyddist til að fara að lesa lög.

Þannig að nú þarf einhver skýrmæltur mjög að lesa yfir 13.gr. laga um vexti og verðtryggingu lög nr.38/2001,fyrir stjórnsýsluna, því 13.greinin er alveg kýr skýr, greiðslurnar skulu verðtryggðar, bannað er að hlaða verðbótum og vöxtum ofan á Höfuðstól.Enda er þá komið nýtt lán sem enginn hefur samþykkt.

Og ekki er hægt að sjá að verðtryggingarmál HH sé í fýtimeðferð hjá Hérasdómi, þingfest 7. nóvenber síðasrliðin og ekkert hefur skeð, meira 5 vikur liðnar.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband