Hvað þurfa margir að kveikja í sér til að heimsbyggðin sjái?
4.12.2013 | 17:57
Úr þingsályktun um framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni:
"Flutningsmenn hafa áhyggjur af grófum mannréttindabrotum gagnvart Tíbetum, eins og t.d. þvinguðum ófrjósemisaðgerðum á tíbeskum konum, nauðungarflutningum hirðingja af hjarðlandi í einangrunarbúðir, kerfisbundinni afneitun á rétti munka og nunna til að iðka trú sína án afskipta, pyntingum og morðum á pólitískum föngum. Brýnt er að Sameinuðu þjóðirnar sendi sérstaka sendinefnd til Tíbet til að kanna m.a. hvað varð um þá sem hurfu í tengslum við handtökur á þátttakendum í mótmælaaðgerðum árið 2008.
Sjálfsíkveikjurnar, sem eru því miður að aukast, sýna gríðarlega örvæntingu. Fram hefur komið ítrekað að litið er á þær sem einu leiðina til að vekja athygli á síversnandi ástandinu og algeru fálæti heimsbyggðarinnar gagnvart hljóðlátri en markvissri útrýmingu þjóðar og þjóðareinkenna."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2013 kl. 16:20 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju svona móður Jón Þór?
(samt brýn umræða sko, ég var bara að spá í þessu þegar ég hlustaði)
Garðar Valur Hallfreðsson, 4.12.2013 kl. 19:33
"Þarf" fólk að kveikja í sér?
Er þetta tölfræðileg spurning?
Hvað þurfa margir að fyrirfara sér í Grikklandi til að efnahagsástandið batni?
Í Tibet eru það munkar sem aðallega brenna sig. Örvæntingin er kannski mest út af því að theocrasíunni er ógnað. Það er stjornarfyrirkomulag guðræðis, valdsýki, kúgunnar og spillingar sem ríkt hefur þar um aldir. Lestu þig til um tilveru almúgans undir stjórn hinna heilögu. Ekki fallegt skal ég segja þér.
Ekki er ég að réttlæta ofríki Kínverja gegn fólki og mannréttindabrot, en ef þú átt ráð til að þvinga þessa voædugustu þjóð jarðar til að gerast aðili að mannréttindasáttmálum, þá er ég fýr og flammi að fá að heyra.
Þetta er persónulegt gæluverkefni Birgittu, jafn vonlaust og að heimta breytingar á sporbaug jarðar.
Eyðið nú tíma ykkar í einhvað nærtækara.
Þið gætuð allt eins í leiðinni krafist viðurkenningar á guðræði Sáda með öllu sem þar fylgir.
Ég held nefnilega að þið vitið ekkert hvað þið eruð að tala um.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2013 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.