Íbúðalánasjóður fresti nauðungarsölum tímabundið.
13.11.2013 | 16:55
Hér er fréttin í DV sem ég vísa til í ræðunni sjá hér.
Hér er lagafrumvarpið um tímabundna stöðvun á nauðungarsölum Íbúðalánasjóðs, sjá hér.
Hér er lagafrumvarpið um tímabundna stöðvun á nauðungarsölum Íbúðalánasjóðs, sjá hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2013 kl. 13:52 | Facebook
Athugasemdir
Jón Þór. Ég er hér með þessum pistli mínum, skráð meðflytjandi að þessu nauðsynlega frumvarpi. Það er verið að dæma glæpamenn bankamafíunnar þessa dagana, og alveg ótrúlegt að ekki skuli vera nokkur einasta virkni í löglegum og stjórnarskrárskipuðum mannréttindum og neytendavernd almennings.
Neyðarlög hafa áður verið sett á alþingi, og ekki vantar því fordæmi fyrir slíku, þegar neyðarástand og réttur almennings krefst þess.
Hornsteinar siðmenntaðs samfélags eru heimili og fjölskyldur. Þeir sem ekki hafa siðferðisheilsu/þroska/aðstöðu til að skilja svo sjálfsagðan hlut, þurfa að víkja og leita sér lækninga. Almættið algóða hjálpi þeim sem svo illa er komið fyrir, ef einhverjir eru.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:
72. gr. Eignarétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.
76.gr. Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggður í lögum sú vernd og ummönnun sem velferð þeirra krefst.
Stjórnarskráin er ekki vandamálið, heldur það alvarlega mál, að hún er, og hefur alla tíð verið misnotuð og brotin án eftirmála. Slíkt hefði ekki þótt siðmenntað á tímum opinberlega vel þekkta villta vestursins hér áður fyrr, og er ekkert frekar siðmenntað nú, árið 2013. Það verður að nást stuðningur og samstaða um að taka á rót vandans.
Heimsbyggðin þarf að fá nákvæmar upplýsingar um hvernig vestrænar bankastjórnsýslu-mafíur hafa komist upp með að hertaka/kúga stjórnvöld, og múta/kúga þau til að svíkja sjálfa sig og almenning í heiminum.
Ég bið almættið algóða og allar góðar vættir að hjálpa til við að leiðrétta óréttlæti heimsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2013 kl. 08:15
Frábært framtak Jón ! en hvað með bankana sem eiga stóran hluta af veðkröfum, margir með húsnæðislán hjá bönkum en ekki Íbúðalánasjóði, ættu þeir þá að geta krafist uppboðs og útburðar, oft vegna ólöglegra lána sem ekki hefur fengist leiðrétting á ?
Aðalheiður (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 09:24
Jón Þór. Það er hreinlega óverjandi að samþykkja ekki þessa stjórnarskrárvörðu kröfu, sem þú hefur talað fyrir í dag.
Takk fyrir að berjast fyrir réttlæti og mannréttindum á siðmenntaðan hátt. Vonandi verður þér ekki hent í dýflissu banka-stjórnsýslu-mafíurnar flokkseigenda-stýrðu, eins og gert er, og hefur alla tíð verið gert við allt baráttu-hugsjóna-fólk.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2013 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.