Eignarréttur lántakenda (umræður á Alþingi í september)

Spurningin sem ég mun halda áfram að spyrja Hönnu Birnu innanríkisráðherra í haust, í vetur og í vor, allt þar til svör fást er:

 "H
vaða leiðir eru færar til að verja eignarrétt lántakenda án þess þó að brjóta á eignarrétti kröfuhafa?"
 
 Í myndskeiðinu að neðan eru sérstakar umræður um Eingarrétt Lántakenda
sem ég óskaði eftir með Hönnu Birnu í lok sumarþingsins.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú þarft að lesa þér til um yfirfærslu einkaréttar við kaup/sölu og hætta að sóa tíma Alþingis.

Svona grunnatriði á þingmaður sjálfur að hafa á reiðum höndum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.10.2013 kl. 18:28

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eignaréttar vildi ég sagt hafa

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.10.2013 kl. 18:47

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er öllum þingmönnum hollt að muna að lántakendur eru þiggjendur. Þeir þiggja lán. Eins er það hjá Blóðbankanum.

Fipist jafnvel þetta í meðförum hjá þingmönnum, er voðinn vís og stjórnleysi (anarchy) á næsta leyti

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2013 kl. 21:51

4 identicon

Á Spáni eru fjölskyldur ekki bornar út,nema að undangengnum dómsúrskurði,og eru þetta Neytendalög ESB,og þau ættu að gilda hér líka.

Nú er Hæstiréttur búinn að senda verðtrygginguna til EFTA dómstólsins, um lögmæti verðtryggingar, og þá er komin upp réttmæt ástæða fyrir ráðherra að stöðva uppboð vegna verðtryggðra lána,ef ekki, er ráðherra í mjög slæmum málum, ef verðtryggingin reinist ólögleg.

Síðan væri án vafa rétt að beyta lögum 141/2001 um lögbann og dómsmál til verndar heildarhagsmunum neytenda, og erfitt er að sjá að sýslumaður geti hafnað lögbanni á uppboð þegar málið er komið til EFTA.

Síðan er 13.gr. Laga um vexti og verðtryggingu lög nr.38/2001 alveg kýr skýr,"verðbæta skal greiðsluna" bannað er að hlaða hluta vaxta og verðbóta ofan á höfuðstólinn.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 23:08

5 identicon

Á Spáni hafa verið yfir 500.000 útburðir síðan kreppan hófst. Kröfuhafi þarf aðeins að sýna dómara að ekki hafi verið staðið við greiðslu til að fá útburðarheimild, lántaki er ekki boðaður. Fólk þarf að greiða áfram þó það hafi verið borið út. Skuldin fylgir lántaka þó banki taki hið veðsetta. Síðan í apríl 2013 hefur dómurum verið heimilt að veita frest á veittri upptöku meðan skoðað er hvort skilmálar lánasamnings standist reglur kæri lántaki. Fyrir þann tíma gat ekkert stöðvað upptöku.

Hæstiréttur bað um ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, málið sjálft var ekki sent. Það kemur ekki nein dómsniðurstaða frá  EFTA-dómstólnum, aðeins álit.

Ráðherra hefur ekki vald til að stöðva uppboð.

Síðan er 12. og 13. og 15.gr. Laga um vexti og verðtryggingu lög nr.38/2001 alveg kýr skýr, ógreidda vexti skal leggja við höfuðstól og nýir vextir reiknaðir af samanlagðri fjárhæðl og allar greiðslur eru verðtryggðar. Seðlabankinn setur nánari reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.; -----  III. Verðtryggð útlán.4. gr. Verðtrygging láns með ákvæði um að höfuðstóll þess miðist við vísitölu neysluverðs er því aðeins heimil að lánið sé til fimm ára hið minnsta. Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu neysluverðs frá grunnvísitölu til fyrsta gjalddaga og síðan í hlutfalli við brytingar á vísitölunni milli gjalddaga. Skal höfuðstóll láns breytast á hverjum gjalddaga, áður en vextir og afborgun eru reiknuð út.

Ufsi (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 02:56

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það efast enginn um a eignaréttur færist frá eistakling yfir til bankans, jafn skjótt og sá einstaklingur leggur sina eign að veði fyrir láni hjá þeim banka, Heimir.

EN einungis sá hluti eignarnna sem hann leggur að veði, ekkert annað.

Nú er það svo að flestir eiga einhvern hlut í sinni fasteign og leggja einungis hluta hennar að veði. Í dag er staðan hins vegar sú að sá sem átti nærri helming í sinni fasteign fyrir hrun hefu tapað sínum hlut að mestu. Bankinn á orðið veð í nánast allri þeirri fasteign.

Þar er þó ekki öll sagan sögð, því ef viðkoandi getur ekki staðið undir greiðslubyrgðini, sem hefur í flestum tilfellum tvöfaldast, gengur bankinn að veðinu. Í flestum tilfellum hafa slík nauðungruppboð í för með sér að fasteignin er sleginn langt undir markaðvirði og lántaki situr uppi stór skuldugur við bankann. Ef hann á einhverja aðra eign er gengið að henni einnig.

Það getur verið að þér þyki þetta eðlileg viðskipti, en ég lít þetta sem eignaupptöku.

Staðreyndin er að flestir lántakendur eru heiðaregt fólk sem stýra sinni lántöku af eins mikilli skynsemi og hægt er, miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir hverju sinni. Fyrir hrun, allt fram á síðasa dag, var haldið að fólki að hér væri allt í lukkunnar velstandi. Stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og ekki síst bankarnir sjálfir voru duglegir við að hada uppi þeim áróðri. 

Flest fólk tók lán samkvæmt þessu, með greiðslubyrgði sem fræðilega séð var útilokað að gæti vaxið því yfir höfuð. Tæknilega hliðin reyndist þó önnur. Þetta fólk veðsetti ekki nema hlut sinna eigna og stýrði lántöku miðað við hóflega greiðslubyrgði, sem auðvelt átti að vera að standa við

Nú stendur þetta fólk uppi með lán sem hefur stökbreyst og komið langt yfir þau mörk sem nokkurntíman hefði hvarflað að því að skuldbinda sig fyrir. Afborgunin er komin yfr mögleg getu og eignin orðin að engu!

Fyrir þetta fólk virðist eignaréttarákvæði sjórnaskrár ekkert virka. Gildi þess ákvæðis virðist aukast eftir efnahag að sá sem er efnaður hafi meiri rétt en hinn sem minna hefur milli handanna.

Gunnar Heiðarsson, 11.10.2013 kl. 09:50

7 identicon

Ufsi. 02:56

Lög 38/2001 eru rétthærri en Reglugerðir Seðlabankans, enda hafa ráðherrar marg oft þurft að draga til baka Reglugerðir sem hafa farið á skjön við Lög.

12.gr. á ekki við venjuleg verðtryggð lán þar sem vaxttímabilið er 30 dagar(ekki 12 mánuðir, 360 dagar eða meira)

15.gr. Seðlabankinn þarf að hafa Reglugerðir sínar samk. Lögum 38/2001, svo Reglugerð haldi, og það hefur seðlabankinn ekki gert.

Þannig að það er kýr skýrt að 13.gr. stendur óhögguð,verðbæta skal allar greiðslur, og bannað er að hlaða hluta af vöxtum og verðbótum ofan á Höfuðstól.

Fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga um að stöðva nauðungarsölur,Ráðherra og ríkisstjórn þurfa aðeins að kom þessu í gegnum þingið, því allur vafi á að falla neytendum í hag, meðan beðið er álits EFTA dómstólsins, því ef lánin eru ólögleg sem allt bendir til, er Ráðherra og ríkistjórn í verulega vondum málum.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband