Fjármálafrumvarpið (+ & -)
2.10.2013 | 13:35
Stór Plús (+)
Bankaskattur verður nú tekinn af fjármálafyrirtækjum í slitameðferð sem nemur rúmum 11 milljörðum króna. Vel gert. Þetta eykur tekjur ríkissjóðs verulega samhliða því að setja pressu og senda skilaboð til kröfuhafa föllnu bankanna. Vel gert.
Stór Mínus (-)
Það hlýtur að vera grunngildi við heilbrigðisþjónustu að auka ekki áhyggjur sjúklinga sem eru svo veikir að þeir þurfi að leggjast inn á spítala. Legugjald á sjúkrahúsi upp á 1200.kr sólarhringurinn er stór peningur fyrir marga í okkar árferði. En þetta gjald er hægt af afnema, af frumkvæði fjárlaganefndar og með samþykki meirihluta þingsins, áður en það verður að lögum og væri nefnd og þingi sómi af því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman væri að vita hvaða kjánum datt í hug að koma með 1200 kr. legugjald fyrir sólarhringinn á spítala,á sama tíma sem nauðungaráskrift á RUV gjöldum upp á ca.3.1 miljarð er viðhöfð, auðvitað eiga þessir fjármunir að fara beint í Heilbrigiskerfið.
Síðan á skilyrðislaust að draga stórlega úr fjárframlögum til stjórmálaflokka.
Síðan væri hægt að leigja allan makrílkvótann út á ca. 4-5 miljarða.
Svo virðist sem ekkert á að spara í Utaríkisþjónustunni,en þar er hægt að spara mikið,síðan á að setja 20-25 miljarða á næstu fjórum árum í þróunaraðstoð, og kunnugir segja að 20-25% af þeirri upphæð nái alla leið hitt fari í þóknaNir mútur og ofurlaun þeirra sem við það starfa,manni er næst að halda að FÉLAGSLEGA VANÞROSKA EINSTAKLINGAR HAFI KOMIÐ AÐ ÞESSU.
Björn Sig. (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.