Frumvarp sem lækkar ekki veiðigjöldin verður síður fellt.
30.6.2013 | 15:05
Á Sprengisandi í morgun sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra:
"Ástæðan fyrir því að það er verið að taka þetta fyrir á sumarþingi er að tíminn er naumur. Það þarf að fara vinna eftir þessum lögum núna eftir nokkra mánuði eða vikur. Það er ástæðan fyrir því að menn urðu að gera þetta í sumar og svo stilla menn þessu þannig upp að það sé forgangsröðunin að breyta veiðigjöldunum, það er bara af illri nauðsyn að menn fóru í þetta núna [...] Og svo væri náttúrulega ekki gott ef að þessi lög yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að þá hafa menn engar reglur til að vinna eftir til að innheimta veiðigjöld á næsta ári." (sjá hér)
Hér fer Sigmundur Davíð með hálfsannleika.
1. Já, "ef að þessi lög yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu [...] þá hafa menn engar reglur til að vinna eftir til að innheimta [sérstök]veiðigjöld á næsta ári."
2. En, þá er bara hægt að hækka veiðigjaldið, sem þessi lög eiga að innheimta, í staðinn fyrir að lækka það. Þá er ólíklegra að þjóðin felli lögin. Óánægja landsmanna í málinu snýst um lækkun á þeim hlut sem kemur til þjóðarinnar.
3. Og, þó þjóðin felli lögin þá er samt hægt að hækka önnur gjöld á greinina til að þjóðin fái jafn háan hlut og áætlað var áður en þessi lög voru lögð fram. Um þetta þráspurði ég gesti Atvinnuveganefndar og bæði þeir sem voru með og móti frumvarpinu töluðu um leiðir til þess (sjá hér).
"Ástæðan fyrir því að það er verið að taka þetta fyrir á sumarþingi er að tíminn er naumur. Það þarf að fara vinna eftir þessum lögum núna eftir nokkra mánuði eða vikur. Það er ástæðan fyrir því að menn urðu að gera þetta í sumar og svo stilla menn þessu þannig upp að það sé forgangsröðunin að breyta veiðigjöldunum, það er bara af illri nauðsyn að menn fóru í þetta núna [...] Og svo væri náttúrulega ekki gott ef að þessi lög yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að þá hafa menn engar reglur til að vinna eftir til að innheimta veiðigjöld á næsta ári." (sjá hér)
Hér fer Sigmundur Davíð með hálfsannleika.
1. Já, "ef að þessi lög yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu [...] þá hafa menn engar reglur til að vinna eftir til að innheimta [sérstök]veiðigjöld á næsta ári."
2. En, þá er bara hægt að hækka veiðigjaldið, sem þessi lög eiga að innheimta, í staðinn fyrir að lækka það. Þá er ólíklegra að þjóðin felli lögin. Óánægja landsmanna í málinu snýst um lækkun á þeim hlut sem kemur til þjóðarinnar.
3. Og, þó þjóðin felli lögin þá er samt hægt að hækka önnur gjöld á greinina til að þjóðin fái jafn háan hlut og áætlað var áður en þessi lög voru lögð fram. Um þetta þráspurði ég gesti Atvinnuveganefndar og bæði þeir sem voru með og móti frumvarpinu töluðu um leiðir til þess (sjá hér).
Allt þetta vita stjórnarliðar svo ef þeir breyti ekki veiðigjaldafrumvarpinu sínu þannig að það lækki ekki veiðigjöldin þá eru þeir ábyrgir fyrir stöðunni þegar þjóðin synjar lögunum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.