Þjóðaratkvæðagreiðsla um Sigmundar Davíðssamninginn?
2.5.2013 | 20:28

Sigmundur Davíð hefur lofað að setja skuldamál heimilanna í forgang og ganga strax til samningaviðræðna við kröfuhafa. Hann og hans flokkur studdu þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave samningana sem kenndu okkur eftirfarandi:
1. Samningaviðræður verða ábyrgari þegar bæði samninganefnd Íslands og erlendra kröfuhafa vita að þjóðin segir á endanum af eða á um samningana.
2. Upplýst umræða í samfélaginu verður víðtækari þegar þjóðin trúir því að hún fái að taka endanlega ákvörðun um samninginn.
3. Þjóðarsátt er líklegri í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um samning sem bæði hefur verið þaulræddur í samfélaginu og gæti endað fyrir dómsstólum.
Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkur hans geta nú fylgt eigin fordæmi og gefi út yfirlýsingu um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um samninga sína við kröfuhafa, eða beðið eftir því að grasrótarhópar tengdir öðrum flokkum taki af skarið og deili heiðrinum með Ólafi Ragnari forseta vor.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.