"Plan Blöndal"

Petur_blondal__jpg_550x400_q95
Plan B í stjórnarskrármálinu, plan Péturs Blöndal, mun salta frumvarp Stjórnlagaráðs sem þjóðin kaus fyrir nokkrum vikum að hafa til grundvallar nýrrar stjórnarskrár.

"Plan Blöndal" mun þýða að ENGIN þeirra breytinga sem mikil meirihluti kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni kaus myndi mun ná fram að ganga. 

Því nái "Plan Blöndal" fram að ganga þarf fyrst 2/3 hluta þings að samþykkja stjórnarskrárbreytingar og svo þarf góða kjörsókn (2/3 kjósenda) og 77% kjósenda sem mæta til að breyta stjórnarskránni (sjá umsögn Stjórnarskrárfélagsins við frumvarp Blöndals).

Þó meirihluti hafi verði fyrir öllum spurningunum í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu, og mikill meirihluti fyrir flestum þeirra, þá náði engin yfir 77% þröskuldinn (sjá niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. okt)

Ef Alþingi velur "Plan Blöndal" þá getum við gleymt því að fá stjórnarskrárbreytingar til að tryggja náttúruauðlindir í þjóðareign, persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég held að mjög margir sem ekki eru samþykkir öllum tillögum að nýrri Stjórnarskrá væru til í að samþykkja hana ef aðeins væru þar nýjar tillögur sem tryggja náttúruauðlindir í þjóðareign, persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda.

Þarna er búið að lauma inn öðrum mjög umdeildum tillögum, s.s. um að auðvelda afnám fullveldið í þágu ESB aðildar.

Slíkt var samt vandlega passað að ekki mætti spyrja um í þessari atkvæðagreiðslu.

Þess vegna verður enginn sátt um þessi mál.

Gunnlaugur I., 10.12.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband