Málþóf þings eða málskot þjóðar?
18.5.2012 | 20:17
Þessa dagana stundar hópur þingmanna málþóf til að setja stein í götu nýrrar stjórnarskrár sem færir kjósendum m.a. málskotsrétt. Með honum geta 10% kjósenda krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.
Margt gott er hægt að segja um málþóf þingmanna sem varnagla gegn ofríki meirihlutans á þingi. En nýja stjórnarskráin sem málþófsþingmenn berjast nú gegn tryggir að þjóðin sjálf fái varnagla til að verjast ofríki meirihlutans á þingi; Málskotsréttinn.
Annar hópur þingmanna vinnur núna við að stöðva málþófið með því að beita 64 grein þingskapa sem veitir 9 þingmönnum valdheimildir svo enda megi umræður sem dragast úr hófi.
Ef þér kjósandi eru settir afarkostir, annað hvort fái þingið að hafa málþófsrétt eða þjóðin málskotsrétt. Hvort finnst þér mikilvægari vörn fyrir okkur kjósendur? Hvort myndir þú kjósa?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.