Hræðumst ekki bólusetningar, tökum upplýsta ákvörðun.
10.3.2012 | 23:20
Mikilvægt er að kynna sér bæði hættuna og ávinninginn við að láta bólusetja sig og við að sleppa því.
Þessi samantekt er bæði almenn og með tilvísun í bólusetningu með Ceravix við veirum sem geta valdið leghálskrabbameini. Bólusetning sem allar 12 ára stelpur fá ef foreldrar þeirra óska ekki sérstaklega eftir því að þeim sé sleppt.
Þessi samantekt er bæði almenn og með tilvísun í bólusetningu með Ceravix við veirum sem geta valdið leghálskrabbameini. Bólusetning sem allar 12 ára stelpur fá ef foreldrar þeirra óska ekki sérstaklega eftir því að þeim sé sleppt.
Hættumat á því að bólusetja:
1. Hverjar eru þekkar aukaverkannir af bóluefnablöndunni? (Getið lesið ykkur til um það á vef landlæknisins).
2. Hve líklegt er að bóluefnablandan hafi óþekktar aukaverkannir?
a. Því betri klínískar rannsóknir sem efni og efnablandan hefur farið í gegnum því minni líkur. (Þessu ættu læknar að geta svarað)
b. Því lengur sem einstök efni og efnablandan hefur verið í almennri notkun og því fleiri sem hafa notað hana því líklegar. (Margir hafa fengið Ceravix bólusetningu en aukaverkanir gætu tekið tíma til að koma í ljós.)
Ávinningur við að bólusetja:
1. Hve mikið ónæmi myndar bólusetningin? (Talið er að þún veiti 100% ónæmi gegn veirum sem valda 70% af leghálskrabbameini).
2. Hve lengi endist ónæmið? (Læknirinn ætti að geta svarað því.)
Hættumat við að bólusetja ekki:
1. Hve líklegt er að smitast að sýklinum?
a. Veltur á hve margir eru sýktir. (u.þ.b. 80% þeirra sem stunda kynmök)
b. Hve smitandi sjúkdómurinn er. (Mjög)
c. Smitleiðinni. (Óvarin kynmök)
2. Hve líklegt er að maður sýkist? (Líklegt ef þú stundar óvarið kynlíf, annars ólíklegt)
3. Hve auðvelt er að losna við sýkilinn? (Líkaminn losar sig vanalega við hann á innan við tveimur árum).
4. Hve skaðleg er sýkingin og hve langan tíma tekur hún að skaða þig? (Sýkillin veldur vörtum sem auka líkur á myndun krabbameins. Það ferli tekur yfirleitt þó nokkurn tíma. læknir ætti að geta svarað því. 14 -17 konur á ári eru greindar með leghálskrabbamein og tvær deyja. Hafa skal í huga að læknavísindum fleigir fram svo þessi hlutföll munu breytast.)
Ávinningur við að láta ekki bólusetja:
1. Laus við áhættuþætti og óþægindi bólusetningarinnar.
2. Mögulega meiri varkárni en þeir sem láta bólusetja sig. (Pafa skal í huga að bólusetningin ver aðeins gegn þeim veirum sem valda 70% leghálskrabbameina, útaf stendur 30% sem sum eru orsökuð af veirum sem ekki er bólusett gegn.)
Eru læknar ekki örugglega skyldugir til að gefa allar þessar upplýsingar að ofan? Ég skal athuga það og uppfæri svo bloggið.
Eru læknar ekki örugglega skyldugir til að gefa allar þessar upplýsingar að ofan? Ég skal athuga það og uppfæri svo bloggið.
Líkurnar á því að fá leghálskrabbamein aukast því oftar og lengur sem kona stundar óvarið kynlíf, og almennt óvarkárar (fjöldi og karekter bólfélaga), svo hún nær síður að losna við sýkilinn (veirurnar) sem veldur þá líklega vörtum á vörtur ofan sem geta valdið krabbameini. Svo ef þú telur þig vera að ala upp dóttur sem mun lifa ábyrgum lífstíl þá er minni ástæða til að láta bólusetja hana. - Hafa skal í huga að læknar mega kannski ekki segja þetta og þeir reikna meðaltöl en ekki hve ábyrgur er lífstíll hvers einstaklings sem þeir bjóða bólusetningu með Ceravix.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Fílósof
Hver segir að þetta bóluefni Ceravix gegn HPV sé öruggt?
Ég hef reyndar spurt af þessu áður og fékk þá engin svör í fjölmiðlum á sínum tíma, en hérna :
Hvers vegna er verið að halda upplýsingum um alvarlegar aukaverkanir HPV -bóluefnanna frá fólki?
Það er greinilegt á öllu að það þarf fleiri menn en þetta umdeilda lið þarna frá Landlæknisembættinu til að koma inn þessum HPV -bólusetningaráróðri hér. Grein Kristjáns Sigurðssonar er birtist í Fréttablaðinu þann 31. janúar sl. á það reyndar margt sameiginlegt með greinum embættismanna Landlæknisembættisins, eða þar sem Kristján passar sig sérstaklega á því að minnast ekkert á áhættur er fylgir þessum HPV-bóluefnum, og eins og áður þá passar hann eins og þeir upp á að minnast lítið sem ekkert á reynslusögu þessara HPV- bóluefna með þessum þekktu taugaeiturefnum (e. neutoxin). Megin áherslan hjá Kristjáni virtist hafa verið til þess fallin að fá fólk í HPV- bólusetningu án þess að minnast á áhættur, en hver ber ábyrgð ef upp koma alvarlegar aukaverkanir, lamanir, dauðsföll og fleira? Hvernig er það er hægt að fá þessa embættismenn hér til að gangast undir persónulegri fjárhagslegri ábyrgð fyrir því að bæði HPV- bóluefnin séu örugg og að það fylgi þeim ekki nein áhætta, eins og þessir menn eru og hafa verið að gefa til kynna?
Hóplögsóknir hafnar eftir Cervarix bólusetningar
Í Bretlandi er vitað til þess að hóplögsóknir séu í gangi gegn bóluefnafyrirtækinu GlaxoSmithKline eða til að fá skaðabætur eftir Cervarix bólusetningu. Ashleigh Cave er meðal þeirra sem er að lögsækja, en hún lamaðist reyndar í fótum og hefur verið á spítala í Liverpool þar sem ástand hennar hefur hrakað, en skv. blaðakonunni Christina England sem er í sambandi við Cave fjölskylduna, þá hefur allri frekari umfjöllum um Ashleigh verið bönnuð út af hagsmunaárekstrum vegna Cervarix bóluefnisins. Nú Hattie Vickery er einnig að lögsækja en hún er lömuð og með öndunarvandamál, þá eru fleiri stelpur að lögsækja er þjást af öndunarvandamálum og sjóntruflunum, og svo fleiri sjúkdómum (vaccineriskawareness.com).
Hóplögsóknir hafnar eftir Gardasil bólusetningar
Hin 28 ára Naomi Snell frá Melbourne í Ástralíu stendur ásamt öðrum fyrir hóplögsókn gegn bóluefnafyrirtækinu Merck, en hún fékk reyndar tauga- og sjálfsónæmissjúkdóm eftir Gardasil , þá er vitað um önnur dæmi eins og hennar Gabi Swank en hún er með svæðisbundna lömun og takmarkaða sjón (articles.mercola.com/sites/articles/archive/2012/01/24/hpv-vaccine-victim-sues-merck.aspx?e_cid=20120124_DNL_art_1). Í Bandaríkjunum þá sá umhverfissinninn hún Erin Brockovich sig knúna til að fara í hóplögsókn fyrir fórnarlömbum Gardasil bóluefnisins gegn bóluefnafyrirtækinu Merck (blog.brockovich.com). En hér á landi eru menn ennþá að mæla með Gardasil bóluefninu, þrátt fyrir að vitað sé til þess að Judical Watch hafi frá maí 2009 og til september 2010 skráð 16 dauðsföll, 798 alvarlegar aukaverkanir, 213 örorku tilfelli og allt frá MS, lömunum, minnisleysi, blindu, talmeina vandamálum og svo 25 tilfellum með Guillain Barre- sjúkdómnum (judicialwatch.org). Skjöl sem hægt var að nálgast með beitingu hinni frjálsu upplýsingalöggjöf (FOIA) í Bandaríkjunum segja að frá 1. september 2010 til 15 september 2011 hafi 26 dauðsföll verið skráð eftir Gardasil bólusetningu.
Hvernig stendur á því að menn mæla með HPV- bólusetningu með taugaeiturefnum?
Það hlýtur að þurfa eitthvað til þess að fá menn til þess að flytja jafn einhliða áróður og það án þess að koma með einhver svör við öllum þessum alvarlegu aukaverkunum og dauðsföllum eftir HPV- bólusetningar er bæði læknar og fórnarlömb hafa skráð, og auk þess þar sem allar þessar frásagnir liggja út um allt internetið. Sérstaklega þar sem vitað er til þess að 108 hafa verið skráðar látnar, 9.439 skráðar á neyðar- og bráðamóttöku, 5.010 er ekki náðu bata, 2.418 sjúkráhúslegur, 212 langtíma sjúkrahúslegur, 468 lífshættuleg tilfelli, 805 er hlutu varanlega örorku eftir HPV- bólusetningu (Gagnagrunninum VAERS og sanevax.org frá 14. des sl.). Það er ekki það að við höfum ekki vitnisburði einstaklinga og lækna, hin þekkta Christina Richelle Tarsell lést einum degi eftir þriðju sprautuna í júní 2008. Brooke Petkevicius 19. ára lést tveimur vikum eftir bólusetningu. Megan Hild 20. ára lést fljótlega án einhverra skýringa einum mánuði eftir þriðju sprautuna. Ashley 16. ára varð fyrir krónískum sjúkdómi eftir Gardasil bólusetningu og þjáist núna af lífshættulegum sjúkdómum (vaccineriskawareness.com) og svona mætti lengi telja, en þetta allt saman segir okkur að HPV -bóluefnin séu alls ekki örugg, og það er einfaldlega rangt að láta sem alvarlegar aukaverkanir og dauðsföll geti ekki komið upp.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 00:21
Takk Þorsteinn ég mun fara í gegnum þessar upplýsingar.
Jón Þór Ólafsson, 11.3.2012 kl. 00:24
Sjá á vísir.is Leghálskrabbamein frekar en eitruð HPV bólusetning
http://www.visir.is/leghalskrabbamein-frekar-en-eitrud-hpv-bolusetning/article/2011711059995
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.