Ófaglegt að bleyta mótmælenda, en beiting ofbeldis var réttmæt

Það er góð grunnregla að faglega sé staðið að því að meta réttmæti þess þegar ofbeldi hefur verið beitt. Ég bað því um að forseti Alþinis myndi rannsaka málið og hann lét sýna okkur á fundi forsætisnefndar myndbandið úr öryggismyndavél þingsins. Þar sést skýrt að mótmælandi veitist að öryggisverði þingsins sem reynir að ná honum af sér bakkandi all langa leið þar til hann snýr mótmælendan af sér.
 
Ég bað um að öryggismyndbandið væri gert opinbert því það myndi taka af um öll tvímæli og gefa öryggisverðinum uppreisn æru með því að sýna réttmæta beitngu ofbeldisins. Skrifstofa Alþingis segir að þeir hafi ekki lagaheimild til að afhenda neinum myndböndin nema lögreglu ef málatilbúnaður verður úr þessu. Kalt mat mitt er að mótmælandinn mun ekki kæra því hann veittist að þingverðinum.
 
Hins vegar eru það ekki fagleg vinnubrögð til að tryggja öryggi að sprauta köldu vatni á krítar-mótmælendan sem á engan hátt ógnar öryggi neinns. En það er einmitt eftir að sprautað hefur verið á krítar-mótmælendan oftar en einu sinni að hin umræddi mótmælandi reynir að grípa slönguna af þingverðinum og er snúin niður.
 
Mótmælendur voru að ögra. Klárlega. En það gera sumir mótmælendur og er löglegt. Fagleg vinnubrögð öryggisvarða og lögreglu almennt við slíkar kringumstöður er að halda ró sinni og hafa öryggi í forgangi. Að sprauta á mótmælendur sem ógna ekki öryggi neins getur gert aðstæður sem þessar óöruggari. 
 
Hér með frétt á Visir.is er myndskeið. 

Að neðan er svo myndskeið þar sem aðeins sést í lok átakanna:


mbl.is Eðlileg viðbrögð þingvarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð regla að meta réttmæti þegar ofbeldi er beitt

Bréf mitt til forseta Alþingis og forsætisnefnd í heild: 

Hr. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis.

Öryggisvörður Alþingis er í fréttum fyrir að beita mann ofbeldi fyrir utan Alþingishúsið. Fjölmiðlar hafa birt myndbandsupptökur af atburðinum. Öryggisverðir geta starfsins vegna þurft að beita ofbeldi, svo mikilvægt er að faglega sé staðið að því að meta réttmæti þess þegar ofbeldi hefur verið beitt. Óskað er eftir því að forseti Alþingis sem yfirmaður starfsmanna þingsins rannsaki málið. Í anda faglegra vinnubragða er jafnframt óskað eftir því að forsætisnefnd fari yfir málið og hafi þá m.a. til hliðsjónar gildi skrifstofu Alþingis: 'Þjónustulund, Fagmennska, Samvinna' og hæfniskröfur öryggisstarfsmanna Alþingis s.s. hæfni í mannlegum samskiptum og fáguð framkoma.

Myndbandsupptöku af atburðinum er hægt að sjá í frétt á Stundinni:
http://stundin.is/frett/myndband-thingvordur-sneri-motmaelanda-/

Hér er myndbandisupptakan á YouTube:
https://www.youtube.com/watch?v=13pgJAOdZaQ​


mbl.is „Ólíðandi“ vinnubrögð þingvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að Bjarni Ben sjái áfram um afnám hafta

Bjarni Ben hefur sem fjármálaráðherra verið með hafnám hafta í faglegu ferli. Markmiðið hefur verið að finna leið sem tryggir efnahagsstöðuleika og réttarstöðu landsins í þeim vandasömu aðgerðum. Það eru miklir hagsmunir í húfi og sem verkstjóri hefur Bjarni sýnt mikilvæga fagmennsku og yfirvegun. 

Nú hefur Sigmundur Davíð skyndilega tekið við verkstjórninni. Ekki vanmeta freistingar sitjandi forsætisráðherra að fara í stríð til að auka fylgið. Hvatvísi og ósveigjanleiki geta verið góðir eiginleikar við viss verkefni. Við afnám hafta er mikilvægt að Bjarni Ben standi áfram fastur á því að verkefninu sé stýrt af fagmennsku og yfirvegun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband