Þingið í fyrsta gír þar til forseti Alþingis þvingar formenn að samningsborðinu

Þegar deilandi aðilar (ráðherrar og þingmenn hér) valda öðrum sem ekki eru aðilar að deilunni tjóni (þjóðin sem stjórnmálamenn vinna fyrir) þá er rétt að þeir sem vald hafa til að þvinga deiluaðila að samningaborðinu (forseti Alþingis hefur það), vanrækji ekki að beita því valdi. 


Skilyrðislaus grunnframfærsla mun koma sífellt meira inn í umræðuna.

Píratar hafa lagt fram þingsályktun um að kostir og gallar skilyrðislausrar grunnframfærslu (Borgaralaun) séu kannaðir hér á landi. The Economist hefur fjallað um málið sem einn þeirra kosta sem munu í meira mæli vera skoðaður samhliða því að tölvur og róbótar taki helming starfa á næstu tuttugu árum. Greining blaðsins segir að við höfum ekki enn efni á þessu en sama hvort greiningin sé rétt eða ekki þá kemur að því. Hér er góð heildstæð grein um þau vandamál sem skilyrðislaus grunnframfærsla leysir og kostunum sem henni fylgir í 21.aldar upplýsingatæknisamfélagi.


Málskotsréttur þjóðar í stað málþófsréttar þings

Þar til að þjóðin sjálf fær málskotsréttinn til að stöðva meirihlutan á þingi þá er það hlutverk minnihlutans að beita málþófi til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna (32+ einstaklingar) gangi gegn meirihlutavilja landsmanna (160.000+ kjósendur). Málþóf í þinginu er líka forsenda þess að Forseti Íslands beiti sínum málskotsrétti. Já þetta er gamaldags fyrirkomulag. Og já það er til betri leið til að tryggja vilja meirihluta landsmanna. Leið sem mikill meirihluti kjósenda vill og hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Er ekki kominn tími til að binda í stórnarskrá rétt tiltekins minnihluta kjósenda til að vísa málum sem Alþingi samþykkir í þjóðaratkvæðagreiðslu?


mbl.is Setji ný met í málþófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband