Sérhagsmunaaðilar sem vilja fjölga föngum

Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði tilgang fyrirtækja að búa til og halda í kúnna.

Við viljum hafa minna af kúnnum þegar „kúnnarnir“ eru fangar. Við viljum því ekki hafa hagsmunaaðila í samfélaginu sem hafa hag af því að fjölga föngum. Þannig er það í Bandaríkjunum. Þar hefur sprottið upp gríðarlega stór og sterkur iðnaður sem hefur áhrif á löggjafann til þess að fá fleiri „kúnna“.

Í góðum rekstri þá ræðst form rekstursins af tilgangi hans. Uppbygging teima ræðst af tilgangi verkefnisins. Það er ekkert lýðræði í skurðstofuteiminu, og réttilega. Ef einn af megintilgangi fangelsiskerfisins er að betrumbæta fanga og þar með fækka þeim og afbrotum, þá er óheillavænlegt að nota rekstrarform sem í eðli sínu hefur hag af því að fjölga föngum.



mbl.is Koma stórskuldugir úr fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðfeldasta birting Morgunblaðsins hans Dabba

helfer_morgunbla_sins_1268623.jpg


Myndin að neðan sem var birt í Morgunblaðinu í dag segir meira en þúsund orð um ritstjórn blaðsins.
gri_769_n_mynd_u_769_r_morgunbla_inu.jpg


Flóttafólkið sem flýr ofbeldisfullar trúaröfgar

gullna_regnan_1268519.pngFólk sem vill koma fram vilja sínum með ofbeldi beitir oft fyrir sig völdum köflum úr trúarbókum til að réttlæta sínar öfgar.

Íslamska Ríkið er nærtækasta dæmið um slíkt. Stjórnarfarið þar, rétt eins og hjá öðru ofbeldisfullu öfgafólki, er fasískt; ofbeldisfullt stjórnlindi.

Í Sýrlandi, rétt eing og í Írak, hefur fólk bæði nauðugt og viljugt gengið til liðs við Íslamska Ríkið. "Ríkið" hefur tekið vel á móti öfgafólki.

Þeir sem hins vegar flýja núna heimili sín í Sýrlandi eru aðalega trúað fólk sem er hvað líklegast til að hafna ofbeldisfullum trúaröfgum.

Í öðrum trúarbrögðum rétt eins og í Kristni þá er það trúaða fólkið sem hafnar ofbeldisfullum trúaröfgum sem heldur hvað helst á lofti því friðsæla og kærleiksríka í trúarbókunum og heldur öfgunum og talsmönnum þeirra í skjefnum.

Fólk sem vill forðast fasisma mun gera samfélagið okkar farsælla.


mbl.is „Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband