RÁÐLEGGINGAR EVU JOLY Í SILFRINU 8.MARS

Í Silfri Egils 8.mars (fyrir 3 mánuðum) ráðlagði Eva Joly ríkisstjórninni að ráða 20-30 manna nefnd sérfræðinga í alþjóðlegum efnahagsbrotarannsóknum til að sækja sökudólga efnahagshrunsins til saka.

Ef fyrir því hefði verið pólitískur vilji væri sú nefnd starfandi í dag.

Við þurfum óháða sérfræðinga til að rannsaka hrunið, því ef við reynum að byggja upp á spilltum grunni verður öllu stolið af okkur aftur.


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingarferlið: "Á eftir AFNEITUN kemur REIÐI."

Fólk sem stendur frammi fyrir óhjákvæmilegum missi fer oft í gegnum vel þekkt fimm stiga sorgarferli sem byrja á AFNEITUN áður en REIÐIN brýst fram og snýst yfir í MÁLAMIÐLANIR sem enda í SORG uns menn finna til SÁTTAR.

busahaldabyltingin.jpg Nýtt byltingarferli.
Nýliðinn vetur fóru Íslendingar í gegnum þriggja stiga byltingarferli AFNEITUNAR, REIÐI og SÁTTAR. Stjórnvöld sáu reiðina magnast og fóru að kröfum þjóðarinnar. En um það leiti og landsmenn er farnir að finna sáttina í sumarsólinni ætlar nýja stjórnin að slíta samfélagssáttmálan með því að leifa svikahröppunum að sleppa og skilja okkur eftir með skuldirnar. Ég er aftur orðinn REIÐUR.

Stjórnvöld geta afstýrt byltingu.
Til að afstýra að réttlát reiði landsmann brjótist út í annarri byltingu í haust þurfa stjórnvöld að standa við samfélagssáttmálann. Sáttmálinn er vissulega óskrifaður, en fyrir fólki með sjálfsvirðingu segir hann að stjórnvöld skuli gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sækja til saka þá sem svindla á þjóðinni og að þau skuli ekki skella skuldum svikahrappa á börn landsins.

Það þarf aðeins pólitískan vilja.
Ef fyrir því væri pólitískur vilji væri í dag starfandi 20 til 30 manna rannsóknahópur erlendra sérfræðinga í efnahagsbrotarannsóknum sem Eve Joly ráðlagði stjórnvöldum að stofna 8.mars á þessu ári í Silfri Egils. Slík óháð rannsókn myndi bæði styrkja samningsstöðu okkar varðandi sátt um skuldir bankahrunsins og greiða fyrir innstreymi á fjármagni með því að sýna umheiminum að við tökum á spillingu. Ég sé það skýrt í dag að fyrir þessu er ekki pólitískur vilji.

Ég er ekki lengur í AFNEITUN.
Nýja stjórnin ætlar að skattleggja okkur fyrir skuldum svikamyllunnar og leifa flestum svikarahröppunum að sleppa. Ég SÆTTI mig ekki við það. Hvað með ykkur? Sjáumst í byltingunni!


mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háir stýrivextir = Ísland í eigu erlendra fjármagnseigenda.

Sagan segir okkur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hugsar um hagsmuni fjármagnseigenda í þeim ríkjum sem ráða mestu í sjóðnum, einkum Bandaríkjanna. En hvað vilja erlendir fjármagnseigendur með Ísland?

d_m_nu_hrif_h_rra_st_rivaxta2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ætli að það sé tilviljun að hávaxtastefnan sem AGS krefst hér á landi geri erlendum fjármagnseigendum kleyft að komast yfir efnahag og auðlindir Íslands á sem ódýrastan hátt?

Háir stýrivextir, sem er fyrsti dómínókubburinn, eru að gera fyrirtækin í landinu gjaldþrota með víðtækara efnahagshruni, atvinnuleysi og flótta úr krónunni.

Þetta hefur í för með sér minni skattheimtu og aukin útgjöld ríkissjóðs sem mun ekki geta greitt AGS lánið án þess að selja eignir ríkisins og auðlindir Íslendinga.

Þegar dómínókubbarnir falla hver á fætur öðrum geta erlendir fjármagnseigendur (m.a. fjölþjóðafyrirtæki) gert dúndur dýla á auðlindum og skroppið á nokkrar brunaútsölur í leiðinni með kreppukrónurnar sem þeir fengu fyrir lítið sem ekkert.

Krefjum stjórnvöld um að lækka stýrivexti með lagabreytingu ef seðlabankastjóri vill það ekki og upplýsa okkur um skilmála AGS lánsins STRAX!!!

 


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband