Valdamesta Hagsmunanet Heimsins.
24.12.2009 | 16:51
"60 Minutes" uppljóstrar um aukaverkanir.
7.11.2009 | 09:05
Eftir svínaflensuna 1976 uppljóstraði fréttaskýringar þátturinn 60 mínútur að Miðstöð Sóttvarna í Bandaríkjunum (CDC) lét almenning ekki vita að bóluefnið myndi hugsanlega valda taugaskaða.
CDC átti að veita almenningi upplýsingar til að hjálpa fólki að taka ákvarðannir um heilsu sína. En þeir upplýstu ekki um allar aukaverkanir bóluefnisins og í kjölfarið lömuðust og dóu fjölmargir. (Sjá fréttaskýringuna að neðan)
Við þurfum réttar og óvillandi upplýsingar til að meta hvort sé áhættusamara að láta bólusetja sig með Pandremix bóluefninu eða að hætta á að fá flensuna.
Við þurfum að fá réttar og óvillandi upplýsingar um:
1. Hættur tengdar bóluefninu (Pandremix) sem okkur er boðið. Sviss segir rannsóknir á auka efninu Squalin sem það inniheldur ekki nægar til að gefa barnshafandu konum og ungabörnum.
2. Hve margir hafa raunverulega fengið svínaflensuna. Þegar Sóttvarnarlæknir segir að: "ætla mætti að um 50.000 Íslendingar hefðu veikst nú þegar í inflúensufaraldrinum" ályktar fólk að um svínaflensu sé að ræða. En sóttvarnaryfirvöld álykta að allir með inflúensu einkenni séu með svínaflensu. Þetta eru upplýsingar sem fá fólk til að ranglega meta hættuna meiri af því að láta ekki bólusetja sig.
3. Hve hættulegt er að fá svínaflensuna. Árlega deyja hundruð þúsunda manna af venjulegri flensu. Í Bandaríkjunum deyja milli 30 og 40 þúsund. Er svínaflensan hættulegri, og ef svo hve miklu?
![]() |
50 þúsund hafa veikst af inflúensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2011 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Villandi fréttaflutningur: Færri sýktir.
2.11.2009 | 15:08
Ég var að tala við landlæknisembættið og fékk staðfest það sem mig grunaði. Heilbrigðisstarfsmenn eru löngu hættir að taka sýni af fólki með "inflúensulík einkenni" og áætla án staðfestingar að um svínaflensu sé að ræða.
Í þessari frétt segir: "Haraldur tekur hins vegar fram að enn séu fjölmargir að greinast, en alls hafa um 7.000 manns greinst með flensuna. Þar af um 1.000 í síðustu viku. Sú tala á þó eflaust eftir að hækka."
Fréttin fjallar um svínaflensu og er því auðvelt að álykta að 7000 hafi smitast af svínaflensu þó sú tala inniheldur öll "inflúensulík einkenni" og þar með tilfelli venjulegu flensunnar sem líka er að ganga. Staðfest tilfelli svínaflensu eru hins vegar um tíu sinnum færri. Sjá á síðu landlæknisembættisins hér.
![]() |
Bólusetja á sem flesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)