Færsluflokkur: Bloggar
Fíkillinn þarf því ekki bara að takast á við þjáningu fíknarinnar heldur líka það helvíti að "leyfa" ókunnugum mönnum að nauðga sér og þá angist að stela frá ástvinum sínum. Þessi gríðarlega aukabyrði gerir það enn erfiðara fyrir fíkilinn að hætta neyslunni.
Að vita til þess að dóttir manns leggst nauðug undir ógeðslega karla á hverjum degi eða að bróðir manns hefur stolið öllu steininum léttara á heimilinu, ásamt heimsóknum handrukkara, leggur fjölskyldur í rúst.
Hvort færri þjáist vegna núverandi fíkniefnalöggjafar er vafamál, en þjáning fíklanna og aðstandenda þeirra er eflaust meiri vegna laganna.
Hvert er markmið okkar?
Við vitum öll að afvötnunarstöðvar landsins anna ekki eftirspurn, og þó svo væri er samt stór hópur fíkla sem þolir ekki að hætta neyslunni því þjáning þeirra er einfaldlega of mikil. Meirihluti þessa fólks mun stunda vændi og þjófnað og valda sjálfum sér og ástvinum ómældri þjáningu uns það deyr.Þeir sem segja að þetta fólk sé fórnarkostnaður stríðsins gegn fíkniefnum gleyma að baráttan er ekki gegn fíkniefnum, baráttan er gegn þjáningunni sem fíkniefnin valda, og fíklarnir eru ekki eitthvert fólk sem þarf að fórna, þeir eru manneskjurnar sem baráttunni var ætlað að bjarga.
Hvað er árangur?
Að veita fíklum þau lyf sem þeir þurfa, undir læknisumsjón á hreinum heilsugæslustöðvum, svo þeir þurfi ekki að skaffa sér þau sjálfir með tilheyrandi hryllingi, er ekki ósigur í baráttunni gegn fíkniefnum, það er stór áfangasigur í baráttunni gegn þjáningunni sem þau valda. Ef markmiðið er ekki skýrt er erfitt að ná árangri.JÓN ÞÓR ÓLAFSSON,
Ólafsgeisla 18, Reykjavík.
Eftir Jón Þór Ólafsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)