Uppskrift af valddreifingu: Taktu fyrst til innihaldið.

fasces_1042649.jpgSmári McCarthy benti nýlega á að hugmynd Montesquieu um þrískiptingu ríkisvaldsins hafi verið greiningarlíkan á hvar vald ríkisins væri að finna, en ekki uppskrift af besta fyrirkomulagi við valddreifingu þess. Til að baka okkur ekki vandræði, byrjum þá 'uppskrift af valddreifingu' á því að tína aðeins til það vald sem réttlætanlegt er að ríkið hafi.

Þegar kemur að hugtakinu vald er íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið, getur orsakað, hefur vald. Hvers konar vald það er sem ríki hafa kemur skýrt fram í almennt notuðu skilgreiningu Max Weber á hugtakinu ríki: „[eitthvað er] ríki ef og að svo miklu leiti sem starfsmönnum stjórnkerfisins tekst að viðhalda einokun á beitingu lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni reglu.“

Hvorki George Washington né Mao Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkisvaldsins. Washington sagði að: „Ríkisvaldið er ekki skilsemi, það er ekki fágun, það er afl, eins og eldur er það hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Meðan Mao sagði að: „Pólitískt vald kemur út úr hlaupinu á byssu.“

Vald ríkisins felst í að geta með lögmætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkisins þá áskilur það sér rétt að beita þig ofbeldi. Þetta er öllum ljóst og því lítið rætt. En þetta er lykilatriði og vekur upp grundvallar spurningar um valdsvið ríkisins sem verður að skoða áður en því valdi er dreift í nýrri stjórnarskrá.

Þegar kemur að því að semja, og fyrir þjóðina að samþykkja, nýja stjórnarskrá skulum við spyrja okkur og svara heiðarlega: „Hvað viljum við að meiri hlutinn eða fulltrúar hans hafi vald til að valda með ofbeldi?“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband