Dómsmálaráðherra á að hafa frumkvæðið.

Ragna Árnadóttir ber sem dómsmálaráðherra ábyrgð á að lögum sé framfylgt og að standa vörð um réttaröryggi landsmanna. Við umbjóðendur hennar höfum veitt henni viðtækt vald til þessa.

Staðan er þannig að meðan réttaróvissa ríkir um hverjir vextir gengistryggðu lánanna skulu vera segja 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun Evrópusambandsins 93/13/EBE að neytandinn skuli njóta vafans. Í þessu tilfelli eru neytendurnir í liði lántakenda.

Til að verja réttaröryggi landsins þarf leikáætlun Rögnu að minnsta kosti að innihalda þrjár eftirfarandi leikfléttur:

Leikáætlunin: "Réttaröryggi."

1. Þegar Seðlabankinn og FME mæla með því að fjármálafyrirtæki rukki vexti sem réttaróvissa er um og brjóti því lög um að neytandinn skuli njóta vafans, þá á dómsmálaráðherra að gefa út yfirlýsingu að slíkt verði ekki liðið.

2. Ef lánafyrirtækin senda út innheimtuseðla með vöxtum sem réttaróvissa er um þá er það ekki neytandans að fara í mál. Það er dómsmálaráðherra að framfylgja lögum um að neytandinn skuli njóta vafans og benda fjármálafyrirtækjum á að þau geti sótt rétt sinn fyrir dómsstólum. En ef þau haldi vaxtakröfunni til streitu verði þau ákærð.

3. Ef sýslumenn, og aðrir starfsmenn undir dómsmálaráðherra, ætla að ganga erinda fjármálafyrirtækja við að ganga að eigum lántakenda án þess að sækja málið fyrir dómsstólum, skal dómsmálaráðherra samstundis stöðva þá og ávíta.

Boltinn er hjá Rögnu. Sjáum hvort hún og hennar liðsmenn standa vörð um réttaröryggi landsmanna eða hvort hún stendur á hliðarlínunni meðan hennar sýslumenn og lögregla hjálpa fjármálafyrirtækjunum að rúlla upp réttaröryggi landsins.

http://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/entry/1072972/


mbl.is Vill geta lagt lögbann á gengislán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá misskilningur hjá þér, Ragna var EKKI kosin af þjóðinni heldur ráðin af stjórnvöldum, hún er ekki flokksbundin(svo við vitum). Er samt alveg 100% sammála þér að öðru leyti.  Auðvitað eiga þessi handónýtu stjórnvöld að taka af skarið, mér finnst það hafa gleymst að hér býr fólk sem réð þessa aumingja í vinnu og það verður gaman að taka af þeim vinnuna þegar næstu kosningar verða.  Vonandi fer almennilegt fólk að vilja taka þátt í uppbyggingu Íslands því að mér sýnist að það sé ennþá niðurrifsstarfsemi í gangi og ekki mikið gert til að hjálpa fólkinu heldur bara sama og áður hjálpa vinum og vandamönnum, nú vantar mann eins og Vilmund heitin Gylfason sem að var maður fólksins og var tilbúinn að hjálpa löndum sínum ekki öðrum eins og samspillingin er að gera með umsókn í EU

Bjarni (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband