Viðvaranir korter fyrir hrun verja ekki vanrækslu til margra ára.

davi_oddsson.pngÞað var nú gott að Davíð skyldi vara við hruninu og ef rétt reynist bera ráðamenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í ríkisstjórn enn meiri sök á því hve illa þeir brugðust við hruninu. En andstætt því sem Megas söng um árið, þá skal ekki böl bæta með því að benda á eitthvað annað.
 
Það er lítil vörn fyrir Davíð að vara við hruninu rétt fyrir það þegar hann sem forsætisráðherra einkavæddi bankana og setti ekki öruggt regluverk um þá, áður enn hann skar Þjóðhagsstofnun á háls og skar undan Samkeppnisstofnun sem hefðu getað varað okkur við hættum og komið í veg fyrir þær. Þetta var nógu slæmt ef hann hefi ekki síðan sest í stól seðlabankastjóra rifið niður flóðgarða bindiskyldunnar sem heftu innstreymi ódýrs fjármags sem var að blása upp efnahagslífið og setja heimili landsins í hættu.

mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu viltu útskýra það fyrir mér hvernig bindiskylda heftir innstreymi ódýrs fjármagns?

Grétar (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Byndiskildan er minna þekkt verkfæra seðlabankans til að sinna yfirlýstu markmiði sínu, að stuðla að stöðuleika í efnagslífinu, hitt verkfærið eru stýrivextir.

Þegar seðlabankinn hækkar bindiskylduhlutfallið þurfa viðskiptabankarnir að halda eftir, eða binda, hærri hluta þess fé sem þeir fá inn og sitja því á hærra hlutfalli fjármagns sem þeir geta ekki tekið vexti af. Hærra bindiskylduhlutfall þýðir því að viðskiptabankarnir verða að hækka vexti á útlánum sínum. Hærri vextir, eða dýrara fjármagn, hefðu þýtt minni eftirspurn eða innstreymi fjármagns.

En í stað þess að hækka bindiskylduflóðgarðinn þegar húsnæðisbólan var að skapa óstöðuleika í efnahagslífi þjóðarinnar og hættu fyrir fjölskyldur landsins, þá lækkaði stjórn seðlabankans flóðgarðinn trekk í trekk síðustu ár og þann 15. apríl á síðasta ári þá reif Davíð garðinn algerlega, hann lækkaði bindiskylduna í "0% á skuldabréf með umsömdum lánstíma lengri en tvö ár," s.s. húsnæðislánum.

Sjá nánar: http://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/entry/685974/

Jón Þór Ólafsson, 25.2.2009 kl. 12:43

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk kærlega fyrir bókina góðu - er að fara að lesa hana - læt þig vita hvernig mér finnst hún - en mér hugnast hún vel:)

Birgitta Jónsdóttir, 27.2.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Jón. Ertu með einhverja slóð sem ég gæti lesið mér vel til um þessa byndiskildu? Væri vel þegið

X-O

Guðni Karl Harðarson, 25.3.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband