Stjórnlagaþing: Annað ólýðræðislegt Fulltrúaræði?

ly_veldisbyltingin.jpgEftir að Fulltúaræðið feldi Ísland fjárhagslega eru fáir sem treysta atvinnu stjórnmálamönnunum sem sátu sem fulltrúar í stjórn landsins. Fulltrúaræðið feldi Ísland því Fulltrúarnir gátu farið sínu fram í fjögur ár, án þess að borgararnir gætu látið þá fjúka.

Felum ekki öðru Fulltrúaráði óskorað vald til að fara sínu fram við að semja nýja stjórnarskrá. Ólýðræðislegt Stjórnlagaþing með Fulltrúum sem geta farið sínu fram án þess að eiga á hættu að borgararnir geti látið þá fjúka er ekki treystandi til að semja lýðræðislega stjórnarskrá fyrir borgarana.

Treystum ekki aftur í blindni á Fulltrúaráð til að vinna að okkar velferð. Ef við viljum virkara lýðræði verðum við að taka þátt í að vinna að því. Smelltu hér til að taka þátt í Lýðveldisbyltingunni!


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forseti, ráðherrar og þingmenn og varaþingmenn munu ekki hafa kjörgengi á stjórnlagaþing. Það verða kosnir 63 á stjórnlagaþing. Kíktu á www.framsokn.is til að skoða útfærsluna.

Einar Skúlason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Þó að núverandi ráðamenn séu ekki kjörgengnir þurðum við að varast að fela öðru Fulltrúaráði, þ.e. Stjórnlagaþingi, óskorað vald til að fara sínu fram við að semja nýja stjórnarskrá.

Jón Þór Ólafsson, 29.1.2009 kl. 21:28

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

öðrum? svona eins og meirhluta þjóðarinnar? eða er lýðræðið bara fyrir útvalda?

hafa ekki núverandi þingmenn þurft að sækja um endurnýjun á umboði sínu í kosningum og tekið mið að því? 

ef stjórnmálamenn ættu að fara eftir vinsælustu skoðnunum hvers tíma, myndi engin erfið ákvörðun vera tekinn. vilt þú að stjórnmálamenn hætti að taka erfiðar ákvarðanir? 

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 02:13

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Í Fullrúa Lýðræði ræður lýðurinn ekki miklu.

Ef þú yrðir á fjögurra ára fresti afsala þér völdum yfir fjármálum þínum, myndir þú ekki segjast ráða miklu um þau.

Þegar lýðurinnverður á fjögurra ára fresti afsala sé völdum yfir ákvarðannatöku í ríkinu, myndir ég ekki segja að lýðurinn ráði miklu um ákvarðannir í ríkinu.

Í lýðræði getur lýðurinn boðað til þjóðaratkvæðagreiðslna um tiltekin mál, s.s. fjölmiðlafrumvarp, hvort eigi að fara í aðildarviðræður við ESB, eftirlaun þingmanna og hvort rjúfa eigi þing.

Nei, núverandi þingmenn hafa ekki endurnýjað umboð sitt í kosningum!

Tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur ala upp upplýsta þjóð, sem lætur ekki atvinnustjórmálamenn eina um að taka erfiðar ákvarðannir, eins og hingað til hefur verið raunin og reyndist okkur dýrkeypt, heldur fer í upplýsta þjóðarumræðu um erfið og umdeild mál, og tekur ákvarðannir um þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Jón Þór Ólafsson, 14.2.2009 kl. 19:14

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Reynslan á tíðum þjóðaratkvæða greiðslum er til staðar hjá nágrönnum okkar í Sviss. Þar er þáttakan alltaf að verða minni og minni. ekki reyndist síðan þetta beina lýðræði vera gæfusamlegt fyrir lýðræði landsins. en Sviss var eitt síðasta ríkið í evrópu þar sem konur fengu ekki kosningarrétt fyrr en 1973.

Við kjósum fulltrúa okkar til þess að fara með þessi mál. beint lýðræði er ógerlegt í dag. afhverju? íslenskir fjölmiðlar, stærsti skoðanamótandi aðili á Íslandi, hefur of mikil áhrif. því ef það yrði komið á beinu lýðræði, þá myndu fjölmiðlar og eigendur þeirra í raun ráða öllu. 

þegar litið er til baka, þá hefði fjölmiðlafrumvarpið fræga verið guðsgjöf ef því hefði verið komið í gegn. en eftir margra mánað áróðursstríð var búið að snúa meirihluta þjóðarinnar á móti frumvarpinu. ef það hefði verið samþykkt þá hefðu fjölmiðlar ekki orðið að málpípu útrásarinnar. 

ég er ekki á móti beinu lýðræði. það þarf hinsvegar að vanda miklu betur til verks en að reyna að troða einhverju í gegn á 80 dögum. 

ég vil frekar að meira vald verði fært frá alþingi og ráðherrum niður á sveitarstjórnarstigið. það yrði ekki mikil breyting fyrir þá sem búa í á höfuðborgarsvæðinu, en það er einfalt ráð við því. skipta höfuðborgarsvæðinu upp í fleiri sveitarfélög. þá stendur fólkið nær valdinu í sínum heimabæ. 

þingmenn fengu umboð í síðustu kosningum. þjóðin kaus þá í síðustu kosningum. núna hefur þú tækifæri á því að breyta því. ef það verður engin breyting. nú þá vill þjóðin hafa þá og lítið er þá til að rífast um annað en að formæla lýðræðinu og vilja þjóðarinnar.

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 20:15

6 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Málefnaleg rökræða! Þetta lýst mér á Fannar.

Beinna lýðræði er ekki ógerlegt, þér finnst það kannski óæskilegt vegna mikilla áhrifa fjölmiðla á skoðanir fólks og þar með atkvæði þeirra. En þá er bara að leysa það vandamál, t.d. með fjölmiðlalögumsem tekur mið af áhrifum fjölmiðla. Þetta er vel gerlegt!

Hugmynd þín um að færa meira vald til sveitarfélaga og þar með nær fólkinu er líka góð.

Eitt vitum við fyrir víst. Fulltrúaræðið flaut með okkur að feigðarósi.

Jón Þór Ólafsson, 14.2.2009 kl. 20:47

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég vil að Alþingi sjái bara um það sem nær til þjóðarinnar allra ásamt eftirliti með að leikreglunum sé fylgt. bara stærstu einingar eins og t.d. 1 ríkissjúkrahús og annað slíkt verði rekið af ríkinu. 

til að auðvelda valddreifingu á höfuðborgarsvæðinu þá er hægt að skipta hverfum upp í sér stjórnsýslueiningar innan höfuðborgarinnar. það yrði dýrara að einhverju leiti en hver og einn hefði mun meiri áhrif á sitt nær umhverfi. 

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 22:16

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

lög um fjölmiðla og aðra ljósvakamiðla þyrfti að vera mjög vandað og vel gert. það þyrfti í raun að vera íþyngjandi lög um sjálfstæði og hlutleysi fjölmiðlamanna til þess að það yrði í raun gerlegt.

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband