mbl hefur lítinn áhuga á mótmælum án hasars

helst_i_frettum.pngÞegar þó nokkur prósent Íslendinga safnast saman viku eftir viku til að MÆLA á móti þeim sem skuldsettu þjóðina, þá er áhugi Morgunblaðsins ekki mikill.

Þegar nokkrir ungir Íslendingar safnast saman og sumir þeirra SKEMMA sjónvarpskapla, hvað ætli að sé HELST Í FRÉTTUM (sjá mynd)? Höfundar þessara greina fannst ekki fréttnæmt að fjalla um hverju fólkið væri að mót-MÆLA aðeins hvað sumir þeirra voru að SKEMMA.

Það er kannski leiðinlegra að fjalla um fólk sem mót-MÆLIR og það er eflaust léttara að skrifa um SKEMMDAR-varga, en fyrir okkur sem lesum fréttirnar er mikilvægt að frétta meira af þeim sem MÆLA með því að ráðamenn sæti ábyrgð og minna af þeim sem SKEMMA sjónvarpskapla.

 


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Það er rétt sem þú segir, mótmælu eru af hinu góða, fari þau frisðamlega fram, en það er líka rétt sem Ingibjörg Sólrún segir, þessir skemmdarvargar og sjórnlausu vandalara eru líklega , og ennfremur, vonandi, ekki fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Ef þessir apakettir, menn á borð við Guðjón Heiðar Valgarðsson, endurspegla íslensku þjóðina, þá sæki ég hér með um að afsala mér íslensku þjóðerni mínu.

Geir Guðbrandsson, 31.12.2008 kl. 17:29

2 identicon

vertu ekki svona barnalegur, veistu virkilega svona lítið um rekstur á fyrirtækjum. Morgunblaðið er fyrirtæki rétt einsog matvöruverslanir. Ekki myndi 10-11 kaupa fullt af vörum sem ekkert fólk hefði áhuga á ? Morgunblaðið fjallar auðvitað helst um hluti sem fólk vill lesa og þar á leiðandi, með nokkrum skrefum auka þeir gróða sinn. Þú sérð meiri umfjöllun um enska karlafótboltan heldur en sænska kvennafótboltan, afhverju helduru að það sé ?

Jóhann (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Hún talar eins og atvinnu pólitíkus Geir. Þessir skemmdarvargar eru kannski fimm, kannski 15. Fáeinir labbakútar.

Auðvitað er það rétt hjá þér Jóhann að margir vilja lesa um hasar, en ég sagði:

"...fyrir okkur sem lesum fréttirnar er mikilvægt að frétta meira af þeim sem MÆLA með því að ráðamenn sæti ábyrgð og minna af þeim sem SKEMMA sjónvarpskapla."
Nú ef Mogginn ætlar að færa sig yfir í hasarblaðamennsku, þá er hann ekki mikilvægur miðill.

Jón Þór Ólafsson, 31.12.2008 kl. 18:10

4 identicon

Jón Þór og Geir - það er rétt - þessir fáu ofbeldisseggir eru EKKI fulltrúar þjóðarinnar. Fjölmiðlar hafa eins og bent var á mestan áhuga á ofbeldi og skemmdarverkum - því miður - þeir virðast ekkert hafa lært þótt þeirra fólk hafi orðið fyrir hnjaski - það er leitt því fjölmiðlar viðhalda ofbeldi vesalinganna með því að fjalla um það.

Sorgleg staðreynd

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég var að horfa á annál ársins á Rúv. Þar sá ég raunverulega skemmdarverkamenn og heyrði þá tala. Þeirra skemmdarverk koma mér til að finnast þau skemmdarverk sem unnin voru við Hótel Borg, smámunir einir.

Velkominn í hóp bloggvina Jón Þór!

Árni Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 21:30

6 identicon

Miðað við myndir og frásagnir af atburðunum, þá myndi ég athuga Klemensson bræðurna ef ég væri að leita að skemmdarvörgum og grjótkösturum.

Varðandi hunsun mbl á efni friðsamlegra mótmæla, þá bendi ég á skrif Jónasar Kristjánssonar um málið (http://jonas.is):

02.01.2009
Mótmæli takast misvel
Hörður Torfason getur verið viss um, að mótmæli hans eru gagnslaus, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir samsinnir þeim. Enda hafa landsfeður ekki tekið neitt mark á neinum uppákomum, sem Hörður hefur staðið fyrir á Austurvelli. Þær geta þjappað saman eftirlaunafólki, en leiða ekki til neinna breytinga á skelfilegu stjórnarfari. Hins vegar hefur andóf tekizt, þegar það er í mynd borgaralegrar óhlýðni. Gott var uppþotið við lögreglustöðina, en bezt voru lætin á Hótel Borg á gamlársdag. Ingibjörg Sólrún var voðalega ósátt við þau. Þvaðraði um þá vondu skálka, arabana. Við þurfum meira af slíku andófi.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband