Geir Haarde veðjar á að við kyssum vöndinn.

Þessu spáði ég í grein í byrjun apríl: Veðjað á að Við Kyssum Vöndinn. Geir Haarde er að veðja á að við gerum ekkert eftir að hann tók úr okkar vösum tap slæmra veðmála meðan Glitnir setti gróða góðra veðmála í sinn vasa. Geir tók ákvörðun um að fletta af þér og hverjum Íslendingi 280.000 krónur til að bjarga m.a. erlendum lánadrottnum Glitnis. Þeir sem verja hann segja að ef hann ekki féflett okkur hefði fjármálakerfið á Íslandi hrunið. Það er auðvelt að féfletta hrædda þjóð sem skilur ekki Austurrísku hagfræðina sem spáði fyrir um þessar bólur og hrun.

Fyrir hrunið 1929 og kreppuna miklu sem fylgdi í kjölfarið spáði Austurríska hagfræðin að þetta sé óhjákvæmileg afleiðing "seðlabankakerfis sem prentar peninga úr engu". Húsnæðisbólan hefði aldrei orðið meira en húsnæðis uppsveifla ef ódýrt lánsfé að utan hefði ekki flætt yfir okkur. Lánsfé í heiminum hefur verið ódýrt síðustu ár því seðlabanki bandaríkjanna (Federal Reserve) hélt stýrivöxtum langt undir raunvirði og aðrir fylgdu á eftir.

Hér er ókeypis hljóðútgáfa á mannamáli hvers vegna þú gast tekið ódýr lán sem núna er dýrt, hvers vegna krónan hrundi, hvers vegna þú varst að tapa 280.000 krónum og hvernig hægt er að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir bólur og kreppur í framtíðinni:

9: Inflation and the Business Cycle  (Verðbólga og Hagsveiflan)

 


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Greinin heitir veðjað á að við kyssum vöndinn.

Jón Þór Ólafsson, 29.9.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

hehe...ok

Jón Þór Ólafsson, 29.9.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Johnny Bravo

Þetta er nú ekkert verð sem verið er að borga fyrir þennan banka.

Ekki er hægt að láta sparifjáreigendur og starfsmenn bara flakka. Þá myndi fólk hætta að spara og kreppan yrði svakaleg með alla starfsmenn Glitnis Atvinnulausa.

Svo er spurning hvort að ríkið hafi ekki þurft einn banka til að styrkja bankamarkaðinn, núna getur Glitnir fengið skuldabréfalán á betri kjörum og endurfjármagnað þau fyrirtæki sem ekki geta fengið lán annarstaðar. Millibanka markaðurinn styrkist líka við þetta og algert frost í útlán til fasteignakaupa lagast kannski eitthvað.

Johnny Bravo, 29.9.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Velkomin aftur á Blogheima Jón Þór.

Ég er svona að átta mig á ástandinu rétt í þessu. Mér finnst hálf partin suralískt ástand að Glittnir sé orðin ríkisbanki.

Þetta er alveg hárrrétt hjá þér.  Þú hefur talað um þetta við mig og Kári félagi okkar hefur bent mér á þetta líka.  

Brynjar Jóhannsson, 29.9.2008 kl. 18:59

5 identicon

Er ekki í lagi í höfðinu á þér? Íslenskir skattgreiðendur voru ekki að tapa 280.000 krónum pr. haus. Ríkið fékk bankann á spottprís og á eftir að selja hann aftur með verulegum hagnaði.

Reynum að róa okkur aðeins í móðursýkinni og fáfræðinni.

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:52

6 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Kæri Magnús: Ég hef bara skoðanir eins og þú. Ég vona að við getum rætt saman af virðingu.

Ef þú ert að gagnrýna útreikningana þá eru 84 milljarðar króna deilt með 300 þúsund Íslandingum 280 þúsund á hvern landsmann. En ég held þú gagnrýnir mína skoðun því þú ert á þeirri skoðun að Íslenska ríkið græði á þessum kaupum.

Mín rök segja mér:

Nr. 1. að ef Glitnir fer á hausinn eða fær verri afkomu af fjárfestingum sínum heldur en vextirnir sem ríkið þarf að borga til lánadrottnara sinna, þá töpum við.

Nr. 2. að Glitnir og bankarnir munu hafa slæma afkomu því lausafjárkreppan sem er vandi bankanna í dag mun dýpka og gera lánin sem þeir þurfa að taka í framtíðinni dýrari og afkomu þeirra verri.

Nr. 3. Lausafjárkreppan er óhjákvæmileg eftir að langtíma seðlaprentun blæs upp bólur sem springa og ala af sér kreppu.

Nr. 4. Í kreppu halda menn að sér höndum og lítið er um laust fé.

Hvað segja þín rök þér? Hverju ertu sammála og hverju ósammála Magnús?

Jón Þór Ólafsson, 30.9.2008 kl. 13:15

7 identicon

Glitnir er í augnablikinu ólíklegastur íslensku  bankanna til að fara á hausinn. Bankinn er vel rekinn, með góðan hagnað og eiginfjárhlutfall. Það sem varð honum að falli var tímabundinn lausafjárskortur sem er núna búið að bæta úr.
Með það í huga, og það hvað gengið er lágt, þá er líklegt að hann eigi eftir að aukast umtalsvert að verðmæti á næstu misserum.

Ég er að mestu sammála 2-4

Það sem ég var að gagnrýna er að þú talar um að skattgreiðendur hafi tapað þessum peningum. Þegar þú kaupir góðan hlut á lágu verði, sem þú getur að öllum líkindum selt aftur með ríflegum hagnaði, þá er út í hött og vægast sagt ótímabært að tala um tap fyrr en tapið er orðið.

En ég skal líka fúslega biðjast forláts og taka til baka að það sé ekki í lagi í hausnum á þér, en ég vil samt að við róum okkur í móðursýki og bölspám, nóg er um svoleiðis samt. 

Magnús Ó (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 13:53

8 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Engin skaði skeður. Og já það er vissulega mikið um bölspár.

Rétt er að við töpum aðeins 280 þúsund á haus ef Glitnir fer á hausinn. En ef hagnaðurinn af Glitni verður minni en afborganirnar af lánsféinu sem ríkið varði í kaupin þá töpum við sem því nemur.

Jón Þór Ólafsson, 30.9.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband