Bush sagði Davíð gera Ísland samábyrgt í Írakstríðinu

Davíð og Bush.png

Íslendingar eru herlaust og friðelskandi fólk sem Davíð Oddsson setti á lista bandalags hinn viljugu þjóða í árásarstríði á Írak.

Kvöldið fyrir innrás bandamanna í Írak ávarpaði Bush þjóð sína. Þar lýsir hann að loftárásir væru hafnar og að "Hver einasta þjóð í þessu bandalagi hefur valið að axla ábygðina og deila heiðrinum við að standa vörð um sameiginlegar varnir okkar."

Noregur, Frakkland, Þýskaland og flest ríki í vestur Evrópu skrifuðu sig ekki á listann. Costa Rica lét fjarlægja sig af listanum eftir að stjórnlagadómstóll úrskurðaði að vera landsins á listanum bryti í bága við meginreglur landsins um friðsemi. Þátttaka í stríðinu fylgdi ekki því að vera NATO meðlimur og Sameinuðu Þjóðirnar studdu stríðið ekki.

Ísland þurfti ekki að vera samábyrgt í þessu stríði. Davíð Oddsson ákvað að setja okkur á listann, sem var birtur 18. mars 2003, og það áður en málið var rætt á ráðherrafundi og í utanríkismálanefnd Alþingis 21. mars 2003 eins og lög og stjórnarskrá kveða á um.

17 grein Stjórnarskrár Íslands segir: "Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni." Svo annað hvort er stjórnarskráin það gölluð að tveir ráðherrar geta gert Ísland samábyrgt í stríði með því að segja þá ákvörðun ekki vera "mikilvæg stjórnarmálefni" eða að Davíð braut stjórnarskránna.

Íslendingar eru stoltir af því að vera friðsælt og friðelskandi fólk. Síðar í mánuðinum sjáum við hvort að landsmenn vilja sjá sem sameiningartákn þjóðarinnar og andlit Íslands á alþjóðavettvangi þann mann sem gerði Ísland samábyrgt í stríði sem kostaði hundruð þúsunda lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Allar grann- og vinaþjóðir okkar voru aðilar að Íraksstríðinu og við fylgdum á eftir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.6.2016 kl. 18:27

2 identicon

Hvernig færðu það út Heimir að allar grann- og vinaþjóðirnar hafi verið á listanum? Þú hlýtur þá að skilgreina grann- og vinarþjóð á annan veg en ... tja ... a.m.k. flestir aðrir.

Af norðurlandaþjóðunum voru það t.d. bara Íslendingar og Danir.

Hér er annars listinn:
http://georgewbush-whitehouse.archives.gov/news/releases/2003/03/20030327-10.html

Þetta er reyndar ekki fyrsti listinn sem var birtur, hann var styttri.

Jón Arnar (IP-tala skráð) 1.6.2016 kl. 18:52

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er rangt hjá þér, Jón Þór, að fullyrða hér: "flest ríki í vestur Evrópu skrifuðu sig ekki á listann." Á honum voru nefnilega harla fyrirferðarmikil ríki: Stóra-Bretland, Spánn, Ítalía, Holland, Danmörk, Tékkland og Pólland (o.fl. ríki austar) auk Íslands. Helztu undantekningar þarna voru Þýzkaland (sem lengi eftir nazistatímann var tregt til hernaðaraðgerða erlendis) og Frakkland (sem snemma varð nokkuð sérsinna í NATO-samstarfinu) auk Belgíu og Portúgals, Noregs og Svíþjóðar.

Svo er þessi færsla þín greinilega árás á Davíð Oddsson, sem hefur þó játað mistök sín í þessu efni, eins og margir aðrir sem létu villast af brenglaðri upplýsingagjöf. En ólíkt meirihluta hinna "staðföstu ríkja" tók Ísland ekki neinn þátt í hernaðaraðgerðum í Írak. Okkar menn komu ekki þangað fyrr en löngu eftir að innrásinni var lokið og einungis til friðargæzlu og hjálparstarfa. Ríkisstjórnin leyfði hins vegar yfirflug hér með vistir og tæki. -- Við vorum hins vegar óbeint og óumbeðið "aðilar" að seinni heimsstyrjöld á þann hátt, að við misstum þar 352 mannslíf vegna hernaðaraðgerða (skv. Gylfa Þ. Gíslasyni, The Problem of Being an Icelander, bls. 75), og samt þótti sagnfræðingnum Guðna Th. Jóhannessyni við hæfi að gera lítið úr því með vægast sagt einkennilegum samanburðarfræðum sínum.

Ennfremur var Jóhönnustjórnin mð beinni áhrif á annað stríð: loftárásir á Líbýu (hernaðaraðgerðir sem orðið hafa rótin að stórum hluta flóttamannavandans), en Össur hefði þar getað beitt neitunarvaldi í NATO og þar með komið í veg fyrir þetta. NATO var hins vegar sem slíkt ekki aðili að innrásinni í Írak -- en Össur ber hins vegar ábyrgð á loftárásunum á Líbýu.

Jón Valur Jensson, 2.6.2016 kl. 03:34

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson


Eftirfarandi ríki eru í vestur evrópu og þau lista bandalags hinn viljugu þjóða veru feitletruð, réttar væri að segja að meiri hluti vestur evrópu tók ekki þátt í stað þess að segja flest. 12 af 21 settu sig ekki á listann.

Norðurlöndin, 3 af 5 tóku ekki þátt:

- Danmörk
- Finnland
- Ísland
- Noregur
- Svíþjóð

Formlega vestur Evrópa (skilgreining Sameinuðu Þjóðanna) 8 af 9 tóku ekki þátt:

- Austurríki
- Belgía
- Frakkland
- Holland
- Liechtenstein
- Lúxemborg
- Mónakó
- Sviss
- Þýskaland

Eistrasalts löndin voru öll með:

- Eistland
- Letland
- Litáen

Það sem eftir er af norður Evrópu 1 af 2:

- Bretland
- Írland

Vestur hluti suður Evrópu var allur með:

- Spánn
- Portúgal
- Ítalía

https://en.wikipedia.org/wiki/Western_Europe

Jón Þór Ólafsson, 2.6.2016 kl. 11:38

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bretlandseyjar, Spánn og Portúgal hafa jafnan verið talin til Vestur-Evrópu, hvað sem einhverjir skriffinnar Sameinuðu þjóðanna láta sér detta í hug. laughing

Jón Valur Jensson, 2.6.2016 kl. 11:50

6 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Og ég átti við almenna skilning fólks á orðinu smile Svo meirihluti er retta orðið.

Jón Þór Ólafsson, 2.6.2016 kl. 12:44

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Írakstríðið var bara framhald af Persaflóastríðinu af því að það var ekki klárað.  Finnið þið bara út, hversvegna Persaflóastríðið var ekki klárað og þá vitið þið hverjir bera ábyrgð á Íraksstríðinu.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.6.2016 kl. 15:23

8 identicon

Reyndar má geta þess, svona í framhjáhlaupi, að Saddam Hussein og félagar  höfðu þá þegar, samkv. Wikipediu, murkað lífið úr a.m.k. 250 þús. samlöndum sínum, sennil. miklu fleiri.  Til þess notuðu þeir m.a. eiturefni sem þóttu mjög hentug til þeirrar iðju.

En þetta er nú kannski aukaatriði sem kemur málinu væntanlega hreint ekkert við. undecided

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.6.2016 kl. 16:37

9 identicon

Já, þetta er flókið mál.

En getur einhver ykkar rifjað upp með mér stuðning síðustu ríkisstjórnar við innrásina í Líbýu? 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2016 kl. 20:45

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hver var afstaða þín, Jón Þór Ólafsson, í því máli? Tókstu þátt í því, eða fordæmdirðu ákvörðun Jóhönnustjórnar um að styðja loftárásirnar á Líbýu (sem komu af stað mikilli flóttamannabylgju yfir Miðjarðarhafið) á vettvangi NATO, í stað þess að beita þar neitunarvaldi? Hvattirðu til þess, að neitunarvaldi yrði þá beitt gegn þátttöku NATO í loftárásunum?

Jón Valur Jensson, 5.6.2016 kl. 11:35

11 identicon

Það virðist ekki henta málstað síðuhöfundar að svara spurningum síðustu athugasemda.

Og sýnir okkur svart á hvítu hvað er reynt að viðhalda sem "almennum skilningi". Aumt er það.

Sigrún Guðmundsdòttir (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 22:00

12 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Davíð er að sækjast eftir því að verða forseti Íslands sem margir vilja að sé sameiningartákn þjóðarinnar og er óhjákvæmilega andlit Íslands á alþjóðavettvangi. 

Þetta er maðurinn sem gerði Ísland samábyrgt í ólöglegu stríði gegn vilja 76% landsmanna, og hleypur núna frá því með ósannindum á sama tíma og hann sakar aðra um ósanngirni.

Ekkert af þessu er smáatriði.

Ef aðrir hafa líka brotið lög og mögulega stjórnarskrá þá skiptir það máli en gerir Davíð Oddsson ekki minna sekan fyrir að gera 
Ísland samábyrgt í ólöglegu stríði gegn vilja 76% landsmanna.

Jón Þór Ólafsson, 8.6.2016 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband