Hver getur endurreist Framsóknarflokkinn?

FramsóknÞegar velja á fólk í framlínuna er farsælt vita hvort það beri sömu gildi og þú fyrir brjósti, hvort það sé nógu frambærilegt til að halda þeim á lofti og hve vel því sé treystandi til að vinna þeim brautargengi. Hvað frambjóðandi setur í forgang, hvort hann sé frambærilegur og traustsins verður skiptir kjósendur máli.

Þegar Sigmundur fór fyrst fram í flokknum töluðu Framsóknarmenn um að nýi leiðtoginn væri kominn. Mörgum landsmanna er annt um þau gildi sem Sigmundur Davíð setur í forgang og hann var frambærilegur sem þingmaður í stjórnarandstöðu. Sem forsætisráðherra hefur honum ekki tekist að halda á lofti sínum helstu baráttumálum, og þar sem Sigmundur hefur staðið hvað sterkastur, í baráttunni við kröfuhafa, hefur hann verulega tapað trúverðugleika.

Nú mun Framsóknarfólk spyrja sig hvort Sigmundur Davíð sé enn nógu sterkur í oddinum til að vinna fleiri kosningasigra, eða hvort einhver annar væri sem leiðtogi bæði beittari og minna brothættur.

Það má vera að Sigmundur Davíð nái að spila góða nauðvörn í umræðunni um heimilin, kröfuhafana og afnám hafta, en ólíklegra er að hann geti aftur með trúverðugum hætti verið séður sem skjöldur heimilanna og sverðið í stríðinu við kröfuhafana.

Hvað hefur Sigmundur þá til að koma flokkinum aftur í sterka stöðu? Stríð um nýjan spítala á nýjum stað? Barátta við leyndarhyggju fyrri ríkisstjórnar? Það eru mál sem brenna á mörgum. Óttinn við suma útlendinga hefur líka skilað Framsóknarflokkinum atkvæði. En ekkert af þessu er í samanburði við skuldaniðurfellingu fyrir heimili landsins í stríðinu við hrægamma, eins og fyrir síðustu kosningar.

Ef engin annar stígur fram þá mun Sigmundur eflaust fara áfram með formennsku Framsóknarflokksins. Í besta falli mun hann stunda góða nauðvörn og finna sér nýtt stríð fyrir næstu kosningar. Í versta falli mun hann vera bitur og bitlítill og brotna á slæmum tíma fyrir flokkinn. Í öllu falli er harla ólíklegt að Sigmundur Davíð endurreisi Framsóknarflokkinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir, þínir !

Ekkert: ekkert getur endurreist þennan GLÆPAFLOKK sem að ofan ræðir, fremur en nokkurn hinna 5 - AÐ MEÐTALDRI SVIKARA FYLKINGU ykkar Pírata, Jón minn.

I. Stimpilgjöld 19. aldar upprunans, eru ENNÞÁ í gildi, gagnvart þeim, sem enn njóta þeirrar ''náðar'' að öðlazt OKUR peningalán í morknu og gegnum- rotnu Bankakerfi, Ísl. Mafíunnar.

II. Bifreiðagjöldin: sem AFNEMA átti, undir árslok 1990 / eru ENNÞÁ við lýði, alþingis ósóminn hefir traðkað niður það loforð, niðurlagningar þeirra, sem flest annað.

III. Þið Píratar - áttuð ykkar hlutdeild í fyrrasumar, í svoköll uðu viðskiptabanni á Rússneska Sambandslýðveldið, til þess að geta slikt ykkur upp við : Pentagón/NATÓ og ESB samsteypuna, undir leiðsögn uppskafningsins úr Skagafirði:: Gunnars Braga Sveins sonar, ásamt hinum RUZL flokkunum 5, vitandi: um þann skaða, sem byggðir landsins hlytu af, um mörg ókomin ár.

IIII. Íslendingar: eru ENDANLEGA heillum horfnir, kjósi þeir nokkurn ykkar / eða frambjóðendur hinna flokkanna, til frekari þingsetu.

V. Utanþingsstjórn fólks - úr framleiðzlu- og þjónustugreinunum, gæti mögulega, náð einhverri kollvörpun þessa samfélags, sem hvað brýnust er, í dag.

VI. En: á því byggist vitaskuld, að tækifærissinninn suður á Bessastöðum á Álptanesi fáist til, að gegnumgangast það, í samráði við almenning - ekki embættis- og stjórnmála blækurnar, suður í Reykjavík !!!

Með kveðjum - fremur þurrum reyndar, af Suðurlandi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 20:50

2 identicon

.... kollvörpun þessa samfélags: til betri hátta, átti að standa þar, vitaskuld.

Svo - ekki miskildist, að nokkru.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 22:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Færustu lögfræðingar hafa ekkert fundið neitt hjá forsætisráðherra,sem styður að hann hafi tapað trúveruleika.  Það er allt uppspuni frá stj.andstæðingum,sem nota hvert tækifæri til að gera eðlilegar ráðstafanir með fé tortryggilegt,fé eiginkonu forsætisráðherra.Óþverrahatturinn hefur gengið svona frá því þeir tóku við völdum.Það er allur þorri landsmanna farinn að snúa sér að því að endurreisa staðfasta stjórn til margra ára og hafa tekið þá afstöðu að gefa í engu eftir til að það muni ganga eftir. 

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2016 kl. 00:23

4 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Nafna mín. Kristjánsdóttir !

RANGT: af þinni hálfu, beinlínis rangt !

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - og klíka hans, hræra hvorki legg né lið, þegar Banka Mafían og Íbúðalánasjóður VAÐA UPPI, í grimmilegri aðför sinni, að heimilum landsmanna / sem og fyrirtækjum þeirra, OG STELA ÖLLU STEINI LÉTTARA, með atbeina viðbjóðslegra Sýslumanna landsins, sem og Tollheimtustjórans í Reykjavík - Í ENGU MINNA MÆLI, en tíðkaðist á valdatíma Hræætanna Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar (2009 - 2013) !

Hefurðu velt fyrir þér nafna: hvernig þetta innlenda ÞJÓFAHYSKI Banka og ríkis kynni að vera afgreitt, í SIÐMENNTUÐUM löndum Asíu og Afríku, t.d. ?

Þú skalt ekki reyna nafna - að bera blak af þessu Djöfuls hyski, neitt frekar !!!

Jón Þór síðuhafi: mátti þó eiga það, sinnar skammvinnu þingsetu, að hann REYNDI þó, að bera hönd fyrir höfuð fórnarlamba glæpa lýðsins.

Annað - en stelpu dulan, sem við tók af honum, 1/2 gerð Vofa, sú, sem á daginn er komið !!!

Með sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 00:44

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég get fallist á að hann er henni fremri,en það sem gerir erfitt að reyna að rökstyðja sitt mál að þú virðist líta á alla,já alla sem djöss hyski. Hvað heldur þú nafni að ég sé hrædd við að styðja þá sem vilja verja Ísland sem lýðræðisríki? Við getum viðrað okkur upp við þá sem þú aðhyllist af útlendingum.Ok þeir geta bara aldrei verið í ríkisstjórn okkar nema að dvelja hér þar tilþeir fá borgarréttindi. Hversu fremri væru þeir okkur,ef þeir byggju við sömu aðstæður. Ég ætla og er tilbúin að ganga langt til að verja mitt land,mína þjóð eins og hún er/var.Bjarni og Sigmundur eru þegar farnir að sjá að það er vonlaust að gefa millimeter eftir. Gáðu að því að peningar stolnir og prentaðir flóðu hér um allar gáttir og líklega einnig meðan verið var að hreinsa upp eftir gömlu banksterana.Fólk býr við örbirgð og það á rétt á að vera reist upp og rétt hjálparhönd. Ég nenni ekki að gæta að villum mér er skítsama,kveð þig samt en hef oft óþolandi áhuga að vita hvað þú raunverulega vilt. Það væri þá hægt að marka þig eftir því,annars bara hætti ég að hugsa um .það.  Kveðja.....  

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2016 kl. 04:15

6 identicon

Það er ekki hægt, þetta er eins og að þvo skít af skít, hann hverfur bara

DoctorE (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 11:32

7 identicon

Komið þið sæl - á ný !

DoctorE !

Þakka þér fyrir: þitt þarfa innskot.

Nafna mín Kristjánsdóttir !

Er þér nokkuð: farið að förlazt sjónin, á sóðaskap valdhafanna, hérlendis, í bráð og lengd ?

Hvaða lýðræði - eru að guma af nafna ?, EFTA og EES regluverkin / sem og innlendar heimsku reglur líka, eru fyrir löngu búin að loka á það litla lýðræði, sem einhvern tíma hefir mögulega örlað á:: hér fyrrmeir.

Persónulega: kysi ég ódýran framkvæmdastjóra / helzt: Japanskan eða Suður- Kóreanskan, til þess að stjórna þessu dreifbýla landi, sem hverju öðru fyrirtæki, fámenns samfélags, svo ég svari þér hreint út um, hvernig ég líti til LENGRI framtíðarinnar, nafna mín ágæt.

Með þeim sömu kveðjum - sem öðrum, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 12:20

8 identicon

Í ljósi atburða síðustu daga, telur þú ennþá, Jón Þór, að Bjarni Ben sé hæfur til að leiða samninga við kröfuhafa föllnu bankanna?

Toni (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband