Við forgangsröðun í heilbrigðismál er öryggi lágmarkskrafa

toppari_i_769_slands.pngGrein Sigmundar Davíðs forsætisráðherra í Fréttablaðinu í dag er skólabókardæmi um hvernig skal blekkja með hálf-sannleika.

Það er satt sem SDG segir að: "Framlög til spítalans hafa aldrei verið meiri og það sama á við um heilbrigðiskerfið."

Ef krónurnar eru taldar, Já. Ef hrun krónunnar er talið með, þá Kannski lítillega.

En á meðan að framlögin hafa í raun hækkað lítið sem ekkert þá hefur þörfin aukist verulega með auknum meðalaldri þjóðarinnar og uppsöfnuðum vandamála vegna fjársveltis hrunáranna. Þetta vita SDG og stjórnarliðar.

En það segir ekki einu sinni alla söguna.

Framlög stjórnvalda í dag miðað við þörfina tryggja ekki öryggi sjúklinga. Og það hlýtur að vera lágmarkskrafa við forgangsröðun skatttekna og úthlutunar þeirra, að tryggja öryggi sjúklinga. Annars eru menn klárlega ekki að forgangsraða í heilbrigðismál eins og 90% landsmanna vilja.

Stjórnarflokkarnir hafa sýnt það aftur og aftur að þeir forgangsraða öðru á undan raunverulegri fjárþörf heilbrigðiskerfisins:
Lægri veiðigjöld fyrir sjávarútvegsfyrirtækin hefur meiri forgang.
Það hafði afnám auðlegðarskattsins líka.
- Lækkun skatta á álfyrirtækin var forgangsverkefni fjármálaráðherra 1. maí.
- Svo vildi hann forgangsraða því svigrúmi sem lægra vaxtabyrði ríkissjóðs skapar til þess að lækka skatta.
- 3 milljarða vantaði til að veita nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, skv öllum forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins, en fjárlögin voru höfð hallalaus um 3,4 milljarða.

Örugg fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta er ekki í forgangi hjá þessari ríkisstjórn.


mbl.is Sigmundur Davíð: Toppari þráir athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Þór !

Er ekki full seint: í bakhlutann gripið, að koma svona löngu eftirá, með annarrs réttmætar ávirðingarnar gagnvart óstjórnar packinu / þar sem þú stökkst óforvarndis frá borði í miðjum klíðum, og við tók, af þér, þegjandaleg stelpu gufa, sem hrærir hvorki legg né lið, svo nokkur taki eftir ?

Þið Píratar - siglið undir FÖLSKUM FLÖGGUM:: eruð samdauna hinum flokkunum 5, í hverju málinu, á fætur öðru, sbr. fjandskap ykkar gagnvart Rússneska Sambandslýðveldinu, í baráttu þess gegn ESB, þar sem þið lögðust hundflöt, fyrir Gunnari Braga Sveinssyni, t.d.

Þá: hafið þið EKKERT gert, til þess að fá Bifreiðagjöldunum hnekkt / sem ÁTTI AÐ AFLEGGJA, árið 1990 eins og menn muna, skv. LOFORÐI Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, í Kastljóss þætti Ríkissjónvarpsins, Haustið 1988 - nokkrum mánuðum fyrir gildistöku þeirra !!!

Jón Þór !

Ég gæti skrifað - heilan DOÐRANT, um ómennzku alþingis óværunnar, en læt hér staðar numið um hríð, að minnsta kosti.

Með engum kveðjum, af Suðurlandi / enda tilefni engin, hvort eð er // 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 13:01

2 identicon

Fínn texti hjá þér.  Haltu baráttunni áfram. Kveðja

Pétur Jósefsson (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 17:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fín færsla

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2015 kl. 19:13

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað vilt þú Jón Þór Ólafsson?

Þú ert ekki stikk frír þótt þú sést hættur að vinna fyrir sumarkaupaukanum alþýðuborgaða!

Gangi þér betur en í þessum pistli, Jón Þór Ólafsson, við að sannfæra okkur um trúverðugleika þinna orða núna.

Takk kærlega fyrir það sem þú hefur þó gert fyrir almenning hingað til, Jón Þór minn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.12.2015 kl. 23:18

5 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Jón Þór !

Hvað: skyldi valda tregðu þinni, að svara okkur hér almennilega, í athugasemdakerfi þínu ?

Er ástæðan kannski - GRÍMULAUS meðvirknin, með pestarbælinu alþingi / þó svo:: þú hafir stokkið þaðan út undan þér, á sínum tíma ?

Ekki einleikin: þögn þín, Jón Þór !

Með beztu kveðjum: til Péturs / Axels Jóhanns og Önnu Sigríðar, í þeirra velmeinandi hrekkleysi, gagnvart fimbulfambi þínu //   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 00:25

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það vantar bein á þingið sem þorir að láta vekin tala með þjóðina á bak við sig. Til er ég og hef verið lengi, veit að þingheimur titrar bara við þá tilhugsun að gula hættan nái inn fyrir veggina. 

Sigurður Haraldsson, 12.12.2015 kl. 00:48

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Réttlæti fæst aldrei með hótunum og kúgunum gegn þeim sem maður er ekki sammála.

Við erum ekki sérlega vel gefin til samstöðu hér á skerinu.

En lærdómur lífsins felst víst í mannúðlegum samskipta-þjálfunarverkefnum lífsins. Maður verður bara að takast á við staðreyndir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.12.2015 kl. 01:18

8 identicon

Komið þið sæl: enn á ný !

Sigurður Þingeyingur Haraldsson, og Anna Sigríður !

Ennþá: þrjóskazt Jón Þór síðuhafi við, að reyna að svara okkur á þá vegu, sem viðunandi gæti talist.

Í Guðanna bænum - reynið ekki, að halda einhverri tiltrú á Pírata samkundu hroðanum frekar, gott fólk.

Eðli / eða óeðli: þessarar fyrilitlegu hreyfingar, sver sig ALGJÖRLEGA að meinbaugum hinna flokkanna 5, hugmyndafræðilega:: hafið þið ekki, eftir tekið, að nokkru !

Hentistefnan - öllu öðru ofar, hjá þessu liði !

Með þeim sömu kveðjum, - sem hinum síðustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband