Ófaglegt að bleyta mótmælenda, en beiting ofbeldis var réttmæt

Það er góð grunnregla að faglega sé staðið að því að meta réttmæti þess þegar ofbeldi hefur verið beitt. Ég bað því um að forseti Alþinis myndi rannsaka málið og hann lét sýna okkur á fundi forsætisnefndar myndbandið úr öryggismyndavél þingsins. Þar sést skýrt að mótmælandi veitist að öryggisverði þingsins sem reynir að ná honum af sér bakkandi all langa leið þar til hann snýr mótmælendan af sér.
 
Ég bað um að öryggismyndbandið væri gert opinbert því það myndi taka af um öll tvímæli og gefa öryggisverðinum uppreisn æru með því að sýna réttmæta beitngu ofbeldisins. Skrifstofa Alþingis segir að þeir hafi ekki lagaheimild til að afhenda neinum myndböndin nema lögreglu ef málatilbúnaður verður úr þessu. Kalt mat mitt er að mótmælandinn mun ekki kæra því hann veittist að þingverðinum.
 
Hins vegar eru það ekki fagleg vinnubrögð til að tryggja öryggi að sprauta köldu vatni á krítar-mótmælendan sem á engan hátt ógnar öryggi neinns. En það er einmitt eftir að sprautað hefur verið á krítar-mótmælendan oftar en einu sinni að hin umræddi mótmælandi reynir að grípa slönguna af þingverðinum og er snúin niður.
 
Mótmælendur voru að ögra. Klárlega. En það gera sumir mótmælendur og er löglegt. Fagleg vinnubrögð öryggisvarða og lögreglu almennt við slíkar kringumstöður er að halda ró sinni og hafa öryggi í forgangi. Að sprauta á mótmælendur sem ógna ekki öryggi neins getur gert aðstæður sem þessar óöruggari. 
 
Hér með frétt á Visir.is er myndskeið. 

Að neðan er svo myndskeið þar sem aðeins sést í lok átakanna:


mbl.is Eðlileg viðbrögð þingvarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Krítarmótmælandinn var bara að kríta í rólegheitum og sagði ekki styggðaryrði við starfsmann Alþingis.

Krítarmótmælandinn er hinn dæmigerði góðborgari.

Samt er sprautað á hann.

Hvervegna er ekki sprautað á aðra góðborgara?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.4.2015 kl. 16:45

2 identicon

Það þurfti enginn öryggisvörður uppreist æru, þér og þínum tókst ekki að níða hana af honum, þrátt fyrir tilraun.

Maður er hugsandi yfir þinni, enda ótækt að þú skulir opinberlega tala máli ofbeldisfólks, sem veitist að almennum starfsmönnum Alþingis.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 16:47

3 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

Snild að það að vilja láta rannsaka málið sé allt í einu orðið að níða að fólki æruna/tala máli ofbeldisfólks.

Ingi Þór Jónsson, 21.4.2015 kl. 19:03

4 identicon

Sæll Jón.

Orðatiltækið 'að fá uppreist æru' er úr lagamáli;
hugtak sem notað er um þann er fær réttindi sín
að nýju eftir að hafa þolað fangelsisdóm.

Þetta er afleitur pistill hjá þér og mér er það hulin
ráðgáta ef marka má ræðuhöld þín á Alþingi í dag
hvaðan þingvörður fær styrk til að geta umgengist
þig í stað þess að gefa þér einn 7faldan mannypacquiao
á kjaftinn !

Húsari. (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 20:22

5 identicon

"mótmælandinn" þarf ekki að kvarta

Persónuvernd ákærði öryggisvörð á Höfðatorgi fyrir að birta margra ára gamalt mydband

Grímur (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 20:26

6 identicon

Eru það ekki aðallega dusilmenni sem þora ekki að skrifa undir nafni?

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 20:40

7 identicon

Jón!

Margur heldur mann af sér!

Það hefur ekkert með hug og þor að gera að
skrifa undir fullu nafni og allra sízt að
styðja þann málstað sem vondur er.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 21:11

8 Smámynd: Hörður Einarsson

Verst að það var ekki lýsi í slöngunni.

Hörður Einarsson, 21.4.2015 kl. 21:41

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Mikið er búið að ræða þetta tiltekna atvik þó lítið sé. Hitt er öllu verra sem var tilefni krítargjörningsins, að Alþingi ályktaði fyrir margt löngu að skipuð skyldi rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á því hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna. En stjórnvöld hafa skiljanlega engan áhuga á að láta rannsaka eigin spillingu.

Sigurður Hrellir, 21.4.2015 kl. 22:44

10 identicon

Ég velti því stundum fyrir mér hvort sk. aktívistar sem mótmæla með ógnandi og ögrandi tilburðum setji sig nokkurn tíma í spor þeirra sem sem þeir ógna? Þeirra, sem oftast er fólk sem er bara að sinna sinni vinnu.

Mannskepnan óttast ógn, það er í eðlinu. Manneskja sem mætir ógnandi og ögrandi einstakling eða hóp veit EKKERT hvað viðkomandi er að hugsa eða til hvers atburðurinn getur leitt.

Ég trúi því varla að þið séuð svo barnaleg og alin upp í svo mikilli bómull að hafa aldrei leitt hugann að því. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 08:39

11 Smámynd: Guðmundur Helgason

Góður punktur Sigrún, hér er rétt að staldra við og hugleiða það til hvers téður atburður hefði getað leitt, án inngrips varðarins.

Ég sé fyrir mér eftirfarandi: aktivistarnir hefðu lokið við að kríta á stéttina, staldrað við um stund, svona til að vekja aðeins meiri athygli á ástæðu gjörningsins, sem var að minna á að engin skýrsla um einkavæðingu bankanna hefur enn litið dagsins ljós, 888 dögum eftir að vinna við hana var sett af stað (eða ekki?)

Eftir litla stund hefðu þeir farið sína leið.

Þá kæmi þingvörður og spúlaði stéttina.

Já, góðir hálsar, ímyndið ykkur bara hryllinginn!

Guðmundur Helgason, 23.4.2015 kl. 09:26

12 identicon

Þú segir nokkuð Guðmundur. Reyndar var ég ekki eingöngu að tala um þetta atvik.

En það þykir kannski ekki við hæfi að vera með krot á stéttum Alþingis, ekki veit ég.

E.t.v. átti þingvörðurinn bara að bíða eftir að þeir kláruðu bjórinn sinn og lykju sér af í krotinu...

En síðuhöfundur er nú á sínu öðru kjörtímabili á Alþingi, það hljóta að hafa verið einhver tækifæri fyrir hann og hans flokk til að ýta á eftir skýrslu um einkavæðingu bankanna - er það ekki? Plús opinn glugginn og allt það.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 14:19

13 Smámynd: Guðmundur Helgason

Alltaf má spyrja sig um það hvað sé við hæfi og hvað ekki.

Fólk hefur jú mismunandi aðferðir til að vekja athygli á málum sem á því brenna.

Langskynsamlegast hefði samt að mínu mati verið fyrir vörðinn að hinkra á meðan gaurarnir voru að kríta á stéttina. Ég var nú ekki á staðnum, en megi ég hundur heita ef það var ekki vörðurinn sjálfur sem kveikti í tundrinu með því að byrja að sprauta á krítarann. Hann hlaut að gera sér grein fyrir því að með því væri hann að ögra annars friðsömum mótmælendum.

Þetta með það hvort síðuhöfundur ætti ekki að ýta á eftir skýrslunni tek ég heils hugar undir, þ.e. hafi hann ekki þegar verið búinn að því áður. En það er nú önnur saga.

Átta mig nú reyndar ekki á því hvað þú átt við með opna glugganum :)

Guðmundur Helgason, 23.4.2015 kl. 16:11

14 identicon

Sæll Jón.

Það er þekkt í stjórnmálasögunni
fyrr og síðar að ráðherrar jafnt sem
þingmenn fengu sér skrifara.Þeir fengu þá til að skrifa ræður og hvaðeina
annað er að skriflegum þáttum laut í starfi sínu.

Þeir sem í hlut áttu (ráðherrar og þingmenn) voru
viðurkenndir hæfileikamenn á sínu sviði.

Önnur saga og þessu óviðkomandi eru skrifarar sem
fengnir eru til að skrifa heilu bækurnar sem aðrir
eigna sér og hafa heiður eða skömm af eftir atvikum!

Hvernig væri nú að afgreiða þetta mál varðandi þingvörðinn
og bjóða honum góðan dag og biðjast einfaldlega afsökunar?

Henda svo þessari færslu því hún er þér ekki til framdráttar
svo vægt sé til orða tekið. Og málfarið, - Drottinn minn!

Píratar komu inná þing eiturhressir en hafa nokkuð
farið í hjólför fjórflokksins undir það síðasta.Þeir eiga samt ágæta ræðumenn sem gætu fleytt flokknum
inn í næstu kosningum og þremur (3) kjördæmakosnum mönnum, -
ef innbyrðis átök sundra ekki flokki þessum.

Ég var nokkuð hissa að sjá þegar skoðanakannanir sýndu
Pírata í hæstum hæðum að þeir skyldu biðla til
stjórnarandstöðuflokka um samstarf.

Þetta er kallað að menn þekki ekki sinn vitjunartíma
því menn vildu einmitt Pírata en alls EKKI hina flokkana!

Svo færðu langt frí frá mér!

Húsari. (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 09:47

15 identicon

Margt og mikið er sagt um vatnsstríð milli mótmælanda og þingvarðar...

fátt er sjálfsagðara en að hafa rétt til að sýna að maður sé ósáttur kjósandi, þó maður hafi oftast lítið annað en einmitt það.

verum bæði sanngjörn og lausnamiðuð hérna; það er í lagi að mótmæla en ekkert að því að beita reiði sinni að öðrum en blessuðum þingverðinum. Hann hefur gilda ástæðu til að sinna sínu starfi samviskusamlega, ekki viljum við að hann hætti og fari? Samkennd eiga allir skilið, amk að einhverju marki.

Svo að slökum á, það er nauðsynlegt að hafa ýmsa hagsmunahópa með ólík markmið, þó að oft leiði til rifrilda ;)

Þingverðir hafa nefnilega líka rétt á að mótmæla kroti...kannski óþarfi að baða menn á götum úti fyrir því ;)

Diddi (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband