Mannréttindadómstóll Evrópu: Móðganir réttlæta ekki takmörkun tjáningafrelsis

1280px-european_court_of_human_rights_logo_svg.png

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt að 10 grein Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningafrelsið "varði ekki aðeins upplýsingar og hugmyndir sem vel er tekið eða álitnar kurteisar, heldur líka þær sem móðga, sjokkera og trufla ríkið eða nokkurn hluta mannfjöldans. Slíkar eru kröfurnar sem fjölhyggja, umburðarlyndi og víðsýni gera og án þeirra er ekkert "lýðræðissamfélag.""

Í samantekt um hatursumræðu á vefsíðu Mannréttindadómstóls Evrópu segir að dómstóllinn "hefur borið kennsl á mörg form tjáningar sem skal líta á sem brot á og andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu (þ.m.t. kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur, árásargjörn þjóðernishyggja, og mismunun á minnihlutahópum og innflytjendum). Þrátt fyrir það er dómstóllinn jafnframt mjög varkár að gera greinarmun annars vegar á ósvikninni og alvarlegri hvatningu til öfgahyggju og hins vegar rétt almennings (þ.m.t. blaða- og stjórnmálamanna) að tjá skoðanir sínar frjálst og að "móðga, sjokkera og trufla" aðra."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

ísland þar á meðal:

Elsabet Sigurðardóttir, 15.1.2015 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband