Saga tveggja forsætisráðherra: Nýja Sjáland og Ísland

Á Nýja Sjálandi

Þegar fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Nýja Sjálands hafði afskipti af lögreglurannsókn sagði forsætisráðherra landsins
að þó ráðherran hafa fullvissað sig að hann hafi ekki á nokkurn hátt ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögregluhafi hann farið yfir strikið með því að ræða rannsóknina við lögreglu.

"Við erum ríkisstjórn sem setur sér háan standard." sagði forsætisráðherran eftir að hafa tekið við afsögn ráðherrans. "Ég er kosinn til að halda á lofti þeim gildum sem ég trúi á. Sjálfstæði lögreglurannsókna er grundvallar þáttur í okkar lagaramma. Aðgerðir fyrrum ráðherra er til þess fallnar að kasta vafa á það sjálfstæði."

Á Íslandi

Þegar fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafði afskipti af lögreglurannsókn sagði forsætisráðherra landsins að ráðherra naut stuðnings til þess að halda áfram. [...] Hanna Birna hef­ur þurft að þola mjög mikið. Það hef­ur reynd­ar verið al­veg ótrú­legt að fylgj­ast með því hvað komið hef­ur verið fram af mik­illi grimmd gagn­vart Hönnu Birnu og ætt­ingj­um henn­ar, sumt af því op­in­ber­lega og annað ekki."


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt. Þakka þér kærlega fyrir.

Hakon Helgi Leifsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 23:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit ekki hvað hrjáir forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann með þetta Hönnu Birnu blæti.  En það er þeim frekar til minnkunar en hitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2014 kl. 07:12

3 identicon

Það er nú gott að SDG og BB skuli áfram leggja sig fram við að auka virðingu þingsins.

En ekki eykst virðingin fyrir þeim eða traustið.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband