Réttarstaða fólks sem flýja þarf myglueitruð heimili ekki tryggð.

(Sá uppfærslu að neðan) 

Réttarstaða eldri borgara, barna og fullorðinna sem flýja verða heimili sín sökum myglueitrunar eru ýmist ekki varin í lögum eða þeim lögum ekki framfylgt af ráðherra. 


Ásta Guðjónsdóttir, sem hefur ekki geta lagað leka í íbúð sinni í sameign vegna hindanna 52% eiganda, bíður þingmönnum og Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í vettvangsferð á föstudaginn kemur kl. 14:00, til að skoða hve illa leikin heimili fólks geta orðið af myglueitrun án þess að lögin tryggi raunhæf úrræði.
____________

Uppfærsla 18.09.2014. kl. 13:23

Eftir fund með 52% eigenda fjölbýlisins í gær varð ég áskynja um nýja vídd á þessu vandamáli myglueitrunar á heimilum fólks. 
Lög og reglur í dag eru ekki fær um að taka fyllilega á þessu vandamáli, og vandamál er ekki að hverfa þar sem WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hefur tekið á málinu og almenningur verður upplýstari um hættur mylgueitrunnar. 

Ég greindi Eygló Harðardóttur stuttlega frá því í dag að staða fólks sem á í fjölbýlishúsi væri líka slæm því eðlilega getur það illa réttlætt fyrir sinni fjölskyldu að fara út í dýrar framkvæmdir án sannanna um að þær væru nauðsynlegar á meðan fólkið í fjölbýlinu sem veikist bregst réttilega ókvæða við þegar það sér heilsu fjölskyldunnar vera í hættu og fara hrakandi.

Mér er sem þingmaður Pírata gert í grunnstefnunni að taka vel upplýstar ákvarðannir og mun því þyggja boð í vettvangsferð í íbúðina á morgun og mun í kjölfarið geta leiðrétt ef ég hafi farið með rangt mál ræðu í þinginu (sjá að neðan). 

Ég mun áfram fylgja þessu máli eftir og uppfæra þetta blog. Verum lausnamiðuð. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband