Tesla Motors gefur öll einkaleyfin sín.

Tesla
Elon Musk stofnandi framsæknasta bílaframleiðanda heimsins Tesla Motorsbloggaði í dag að fyrirtækið hans hafi frá gærdeginum gefið öll einkaleifin sín. Ástæðuna sagði hann vera að "Tesla Motors var stofnað til að skapa sjálfbæran ferðamáta. Ef við ryðjum brautina að sannfærandi raffarartækjum, en leggjum síðan hugverkaréttar-jarðsprengjur fyrir aftan okkur til að hægja á öðrum, þá hegðum við okkur á hátt sem er andstæður okkar markmiðum."
 
Jafnframt tók hann fram að "forskot í tækniframförum er ekki ákvarðað af einkaleyfum, sem sagan hefur endurtekið sýnt að eru sannanlega veik vörn gegn áræðnum samkeppnisaðila, en þess í stað er það geta fyrirtækis að fá til sín og hvetja hæfustu verkfræðingana. Við trúum að innleiðing hugmyndafræði opinnar uppsprettu þekkingar (open source philisophy) varðandi einkaleyfin okkar muni styrkja frekar en veikja stöðu Tesla hvað þetta varðar."

Einkaleifin sem voru gefin eru einkaleifi á þetta:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Aðdáunarvert. Einkaleyfi eru vissulega jarðsprengjur fyrir aðra frumkvöðla og ríkisuppfinning sem stórfyrirtækin báðu um til að verja sig fyrir samkeppni.

Ég vona að þetta komi Tesla mjög til góða.

Geir Ágústsson, 13.6.2014 kl. 06:28

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála. Einkaleyfið stoppar möguleika annarra að taka uppfinninguna og þróa hana frekar. Hugarflug (brainstorming) er ágæt leið til að finna nýjar leiðir. Á hinn bóginn er Einkaleyfið að einhverju leiti nauðsynlegt til að verja hugverkið. En það ætti aðeins að vera til skamms tíma, árs eða svo og ekki svona fáránlega dýrt eins og það er í dag.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.6.2014 kl. 07:08

3 identicon

Úrelt tækni hjá Tesla? http://revolution-green.com/blacklight-power-car-travel-3000-miles-liter-water-without-pollution/

GB (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 08:26

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Gufuvélin var stöðnuð tækni og var í þannig séð hægri útbreiðslu þegar einkaleyfi James Watts rann út á henni í Bretlandi. Eftir það fór gufuaflsvæðing Bretlands fyrst að byrja fyrir alvöru. "Úrelt" tækni er bara úrelt þar til hún er þróuð frekar. Tesla er kannski að gera það snjallasta í stöðunni að fjarlægja hindranir á frekari þróun uppfinningar sinnar.

Geir Ágústsson, 13.6.2014 kl. 09:36

5 Smámynd: Einar Karl

Ég held að það sé ansi stór fullyrðing að telja einkaleyfakerfið eins og það leggur sig allt til trafala. Einkaleyfi hafa kosti og galla, og gallar þeirra hafa ekki hvað síst sést í bandariksu réttarkerfi.

En það er nú tæpast svo að fyrirbæri sem séu misnotuð hafi þar með misst tilverurétt sinn. Til dæmis þá eru miskabætur fyrir tjón ekki "úrelt" fyrirbæri, þó svo í bandarísku réttarkerfi hefur fyrirbærið oft á tíðum snúist upp í hreina vitleysu.

Einkaleyfi var ekki eitthvað sem "stórfyrirtæki" báðu um, enda fyrirbærið búið að vera til í núverandi mynd í meira en 200 ár. En reyndar hafa menn deilt um þau allan þann tíma. Sjá t.d. um þetta hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/History_of_patent_law#Development_of_the_modern_patent_system

Einkaleyfakerfið byggir á þeirri grunnhugmynd að uppfinningamaður eigi rétt á að öðlast tímabundinn einkarétt á sinni uppfinningu. Til að öðlast þennan einkarétt þarf uppfinningamaðurinn að gefa samfélaginu greinargóðar upplýsingar um uppfinninguna, en þaðer eitt af skilyrðum einkaleyfalaga að uppfinningu sé lýst ítarlega í umsókn um einkaleyfi.

Einkaleyfakerfið hefur verið mjög mikið notað í Bandaríkjunum en í því landi hafa jafnframt rannsóknir og þróun á fjölmörgum tæknisviðum verið framar öðrum löndum.

Einar Karl, 13.6.2014 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband