Jafnrétti trúfélaga gerir okkur öruggari.

Freedom of Religion
Grunnréttindin geta verið til vandræða. Fólk á það til að segja andstyggilega og móðgandi hluti um fjölskyldu okkar og vini, að ógleymdum spámönnunum. Flest erum við þó sammála að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður - og þá aðeins með lögum - til að stöðva sannanleg brot á réttindum annarra. Það hefur engin rétt á því að vera ekki mógaður. Við höfum hins vegar rétt til að liggja ekki undir hótunum um líkamsmeiðingar eða verða fyrir þeim vegna orða sem æsa aðra til ofbeldis.

Ein af gagnrýninni sem múslimar fá oft er það ójafnrétti sem sumar konur þurfa að þola. Að þeir fórni jafnrétti fyrir trú sína og siði. Það er slæmur siður sama hver slíkt gerir. Það er slæmur siður að fórna jafnrétti, líka jafnrétti trúfélaga, til að hindra byggingu bænahúsa eins trúfélags umfram önnur. Við gerum ekki heimili okkar öruggari með því að rífa niður undirstöður öruggs samfélags - grunnréttindi okkar allra, þ.m.t. jafnrétti fyrir lögum.

Já grunnréttindin geta verið til vandræða, en þau gera okkur öruggari. Það tók forfeður okkar 800 ár hér á vesturlöndum að byggja þau upp. Það kostaði ómælanlega meira að byggja upp grunnréttindi okkar, en þau óþægindi sem við verðum fyrir við að varðveita þau.

Grunnstefna Pírata felst í því að vernda grunnréttindi okkar ásamt því að halda áfram vegferð forveranna við að efla þau enn frekar. Eitt af grunréttindunum er réttur allra til að koma að ákvörðunum sem þá varðar, t.d. í formi íbúalýræðis. Þau grunnréttindi eru réttilega 
háð sömu takmörkunum og tjáninga- og upplýsingafrelsið í grunnstefnu Pírata, að þau brjóti ekki á réttindum annarra. Íbúakosning um að takmarka réttindi eins tiltekins trúfélags eru brot á réttindum sem Píratar munu ekki styðja. Að sjálfsögðu getur Alþingi með lögum afturkallað forréttindi trúfélaga á borð við ókeypis lóðir og skattfríðindi. En þá skal það sama ganga yfir öll trúfélög og lög til skerðingar réttinda fólks eru ekki afturvirk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nokkuð að því að hefta möguleika trúfélags sem hefur þá yfirlýstu stefnu að traðka á grunnréttindum annara?  Að setja viðkomandi trúfélagi þær skorður að að virði íslensku stjórnarskrána t.d. hvað varðar jafnrétti óháð kyni og trúfrelsi. Báðar þessar "flugur" voru slegnar í einu höggi nýverið í Pakistan, þar sem faðir,bræður og fyrrverandi mannsefni stúlku nokkurrar börðu og grýttu hana í hel. Þetta gera þeir í nafni trúar sinnar.  Verði t.d. leifð hér bygging mosku þá verður að fá fullvissu þess að konum verði ekki meinaður aðgangur annars á ekki að veita leifið. Við erum ekki með sharialög á Íslandi og ætlum okkur ekki að hafa þau.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 20:35

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sama hver á í hlut, ef einhver grýtir eða umsker eða hótar líkamsmeiðingum þá er það brot á íslenskum lögum sem ber að framfylgja. Það er krafa um réttindavernd. Ef okkur finnst þau lög of væg, nú eða of hörð, þá leggjum við okkar á vogaskálarnar í lýðræðislegu réttartíki til að breyta þeim.

Sem betur fer er réttarríkið á Íslandi ekki byggt á því að skerða réttindi fólks vegna þess að fólk af sama þjóðerni, litarhætti eða trúarsannfæringu hefur brotið einhver lög áður og því séu allir af sama bergi brotnir fyrrfram sekir.

Réttindi okkar og réttarríkið, sem var dýru verði keypt, það verndum við með því að standa vörð um það og forðast þá freystingu að kaupa tímabundið öryggi með réttindabrotum á kostnað langtíma öryggis sem réttarríkið veitir.

Gerum lögin á Íslandi betri til að verja okkur öll, þ.m.t. múslima, gegn mannréttindabrotum sem fornir siðir flestra trúarbragða heimsins hafa heimilað. Eflum grunnréttindi Íslendinga af öllum trúarsannfæringum, jú og þeirra sem ekki eru trúaðir. Þannig gerum við samfélag og heimili okkar öruggari.

Jón Þór Ólafsson, 27.5.2014 kl. 21:05

3 identicon

Ég myndi nú ekki kalla það aðför að réttarríkinu eða réttindum manna að vilja ekki fá einhverja byggingu á ákveðinn stað, er það ekki réttmæt mótmæli ef þessari byggingu fylgir t.d. hávaði?

Hvað með réttindi allra hinna sem ekki vlja fá þessa byggingu þarna? á bara hunsa þá aðila? eru þeirra réttur minni en þeirra sem vilja fá þessa byggingu upp?

Persónulega finnst mér þessi umræða svolítil sérstök, ef um væri einhverja aðra byggingu (t.d. annarar trúar eða verslun) þá væri eflaust enginn hrópandi hástöfum yfir því að fólk vildi ekki fá þessa byggingu eða vildi auka lýðræði sem búið er að kalla svo mikið eftir og óska eftir því að þeir sem þarna búi fái að kjósa um það, hvað gerir muslima svo sérstaka að það megi ekki mótmæla þessu?

Það eina sem ég hef séð út úr þessari umræðu er hræsni og yfirgangur, fólk sem heimtar dag eftir dag að fá meira lýðræði vill það svo allt í einu ekki, fólk sem fer hamförum gagnvart kristinni trú og finnur henni allt til foráttu er allt í einu fylgjandi trú bara af því að það er inn eða eitthvað svoleiðis, ef einhver vogar sér að tjá sig eitthvað á móti þessu þá kemur holskefla af skít yfir viðkomandi.

Halldór (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 21:41

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Jú það er alltaf réttmætt að mótmæla hávaðamengun. Ef ég þarf að sitja undir Mínerettum blasta "Allahu Akbar" 5 sinnum á sólarhring þá mun ég kvarta, eins og þegar þeir heimila mjög hávær partí fram á nótt á lóð Háskóla Íslands sem glymja um öll Þingholtin.

Hvort yfirleitt megi byggja hér eða þar er skipulagsmál. Slíkt á að lúta íbúalýðræði (þátttöku og beinu), svo framarlega sem jafnrétti og annarra grunnréttinda sé gætt. Þannig væri hægt að ákveða stærð byggingar og starfsemi sem megi í henni stunda (íbúðarhúsnæði, skrifstofur, nú eða bænahús), sé hún byggð á ákveðnu svæði. Bænahús væru þá á skipulagi, sama hvort um væri að ræða kirkjur, búddahof eða moskur, og úthlutun lóða þyrfti að byggja á jafnrétti.

Jón Þór Ólafsson, 28.5.2014 kl. 00:30

5 identicon

"Sem betur fer er réttarríkið á Íslandi ekki byggt á því að skerða réttindi fólks vegna þess að fólk af sama þjóðerni, litarhætti eða trúarsannfæringu hefur brotið einhver lög áður og því séu allir af sama bergi brotnir fyrrfram sekir. "

Ég held að þú áttir þig ekki alveg á málinu. Ef hér væri hópur manna sem vildu alveg endilega útrýma gyðingum og óskuðu eftir lóð undir húsnæði fyrir starfsemi sína, ættu þá grundvallarréttindi að heimila þeim það þrátt fyrir yfirlýsta stefnu að traðka á grundvallarréttindum annara?

Var ekki verið að traðka á grundvallarréttindum manna frá Hells Angels eða hvað þessi meintu mótorhjólaglæpasamtök heita nú, þegar þeim var snúið við í Leifsstöð án nokkurra sannana en af því að þeir voru taldir tilheyra glæpasamtökum?  Hvar voru þá talsmenn grundvallarréttinda?  Mennirnir voru frjálsir ríkisborgarar og voru í samtökum sem ekki höfðu á stefnuskrá sinni að beita aðra órétti, samt var þeim snúið við á grundvelli almanna hagsmuna, trúlegast vegna afar slæms orðspors af þessum samtökum.  

Orðspor múslíma er afar slæmt. Bannfæring Salmans Rushdies, skopmyndamálið danska, morðið á hollenska kvikmyndagerðarmanninum, heiðursmorð, kvennakúgun (t.d. er arfsréttur kvenna minni en karla hjá múslimum a.m.k. sumum). Sharialögin eru forneskjulegt lagakerfi sem er víða þónokkur þrýstingur á í múslímskum samfélögum að fái forgang yfir innlend lög. T.d. í Noregi.  Moskubyggingar á vesturlöndum eru styrktar af fjársterkum aðilum í múslímaheiminum, af hverju?

Ef við erum hrædd um að skipulögð glæpasamtök mótorhjólagengja festi hér rætur  með tilheyrandi vandamálum af hverju er þá allt í lagi að galoppna hér allt fyrir trúarhópi sem er því miður þekktur að því að fótum troða mannréttindi og hagar sér að ýmsu eins og skipulöggð glæpasamtök!

Nú vil ég taka það skýrt fram að ég tel að stór hluti múslima sé hið besta fólk sem vilji öðrum vel og taki bókstafinn ekki allt of alvarlega, svona rétt eins og kristnir íslendingar sem velflestir telja ekki nauðsynlegt að fylgja boðum biblíunar út í æsar eins og að fara að grýta til bana fólk sem skilur og giftist á ný! En einhverra hluta vegna er á kreiki meðal múslima fremur en annara trúarbragða hryllileg bókstafstrú með tilheyrandi ofbeldi og virðingarleysi fyrir réttindum annara. Vegna þessa verður að fara varlega í að opna landið fyrir þessu, svona rétt eins og á við um norræn mótorhjólasamtök, svo meinleysislega sem þau nú hljóma!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 01:22

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Nú ætla ég hvorki að taka upp hanskann fyrir íslam né önnur trúarbrögð -- en er það ekki eftirtektarvert, að þegar sjálfmiðaðir vesturlandabúar gagnrýna t.d. illa meðferð á konum í íslömskum samfélögum -- þ.e.a.s. gagnrýna karlrembu og kynbundið ofbeldi -- þá beina þeir spjótunum að íslam en hvorki að karlrembunni sem slíkri né ofbeldinu sem slíku.

Ef íhaldssöm viðhorf eða herská menning eru vandamálið, þá á ekki að gera einhver trúarbrögð að sökudólgi -- en ef maður færi eftir því, lægi beinast við að gagnrýna í leiðinni íhaldssöm viðhorf og karlrembu á heimaslóðunum í leiðinni, ásamt herskárri menningu og kynbundnu ofbeldi. Ætli það sé það sem menn óttast?

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 11:47

7 identicon

Vésteinn, það er erfitt annað en að beina spjótunum að íslam varðandi illa meðferð á konum þar sem þeir sem hana stunda eru að fara að fyrirmælum eigin trúarbragða. Konunum skal refsað fyrir brot á lögmálunum. Vissulega eru hér dæmi um karlrembu og illa meðferð á konum. Þar er lang oftast um einn einstakling að ræða sem virðist ekki stjórnast í aðgerðum sínum af fyrirmælum trúarinnar.  En þegar hópur manna sameinast um að grýta nákomna konu til bana í nafni trúarinnar, þá er ekki hægt annað en að setja stórt spurningamerki við þau trúarbrögð! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 12:34

8 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Hér eru niðurstöður stærstu skoðannakönunar í heiminum um viðhorf Múslima, gerða af Gallup og byggðri á tugþúsundum viðtala í 35 löndum:

Who speaks for the West?

Muslims around the world do not see the West as monolithic. They criticize or celebrate countries based on their politics, not based on their culture or religion.

Dream jobs

When asked to describe their dreams for the future, Muslims don't mention fighting in a jihad, but rather getting a better job.

Radical rejection

Muslims and Americans are equally likely to reject attacks on civilians as morally unjustified.

Religious mainstream

Those who condone acts of terrorism are a minority and are no more likely to be religious than the rest of the population.

Admiration of the West

What Muslims around the world say they most admire about the West is its technology and its democracy -- the same two top responses given by Americans when asked the same question.

Critique of the West

What Muslims around the world say they least admire about the West is its perceived moral decay and breakdown of traditional values -- the same responses given by Americans when posed the same question.

Gender justice

Muslim women want equal rights and religion in their societies.

Respect

Muslims around the world say that the one thing the West can do to improve relations with their societies is to moderate their views toward Muslims and respect Islam.

Clerics and constitutions

The majority of those surveyed want religious leaders to have no direct role in crafting a constitution, yet favor religious law as a source of legislation.

Adapted from Who Speaks for Islam? What a Billion Muslims Really Think by John L. Esposito and Dalia Mogahed.

Copyright © 2007 Gallup, Inc. All rights reserved.

http://www.gallup.com/press/104209/who-speaks-islam-what-billion-muslims-really-think.aspx

Jón Þór Ólafsson, 28.5.2014 kl. 12:54

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Áhugaverð gögn, Jón.

Ég vil bæta því við það sem ég skrifaði áðan, að hópurinn "múslimar" er auðvitað ekki bara margvíslegur og margbrotinn og ekki hægt að dæma alla eins frekar en aðra trúflokka -- en fyrir utan það: þegar menn æpa sig hása yfir því hvernig "múslimar" fari með konur, þá gleyma menn því að umræddar konur eru yfirleitt múslimar líka. (Þetta mundi ég undirstrika ef athugasemdakerfið hérna byði upp á leturbreytingar.) Það sýnir líka hvað það er skökk og skæld hugsun þarna á bak við.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 13:20

10 identicon

Já, Véteinn, mikið ert þú nú brenglaður.

Það er sem sagt afsökun, að konurnar eru flestar múslimar!

Getur þú þá sagt okkur, hvers vegna allar konur sem eru "hópnauðgað af múslimum" hér á vesturlöndum eru EKKI-múslimar?

En annars er gaman að geta þess, að heilir 4,fjórir múslimar hafa fengið Nobel-verðlaun fyrir að hugsa sjálfstætt, sem sýnir hvað islam er óheyrilega letjandi fyrir einstaklinginn. Hinir fjórir fengu friðarverðlaun, sem eins og allir vita, er pólitisk bullshitt verðlaun. Sem sagt 4 af 1.400.000.000. Góður múslimi fer á bæn 5 sinnum á dag og hugsar að öðru leiti mjög lítið.

Annars mjög góðar ábendingar hjá Bjarna G.

Ok að bemda á að helmingurinn er hvorki læs né skrifandi.

v.johannsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 15:32

11 identicon

Meiri hluti múslima er vafalaust hið besta fólk rétt eins og annað fólk.

Margir eru þó haldir undarlegum ranghugmyndum, til dæmis eru þeir allt að 100 þúsund í Bretlandi sem telja að hryðjuverkin í neðanjarðarlestakerfinu hafi verið réttlætanleg. "A Daily Telegraph survey[3] showed that 6% of British Muslims (about 100,000 individuals) fully supported the July 2005 bombings in the London Underground, and one Muslim in four expressed some sympathy with the bombers.[4]"

100.000 einstaklingar "Fully supported" þetta er ekkert smáræði! um 300.000 í viðbót höfðu samúð með málstaðnum!

Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/Muslim_attitudes_towards_terrorism

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 15:39

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Í löndum þar sem er mikil fátækt og lélegt skólakerfi er mikið ólæsi og það er sama hvort það er egypskir múslimar, kólumbískir kaþólikkar eða nepalskir hindúar. Það er m.ö.o. ekki vegna trúarbragðanna.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband