Verkfallsrétturinn er stjórnarskrárvarinn.

Verkfallsrétturinn er stjórnarskrárvarin og aðeins má á hann ganga með lögum í þágu almannaheilla og þjóðaröryggis (samkvæmt Mannréttindasáttmála Evópu) eða vegna ríkra almannahagsmuna eða efnahagslegrar vá (samkvæmt Hæstarétti Íslands).

Hvernig ber löggjafanum að túlka þessi orð:
1. Ríkir almannahagsmunir? 
2. Efnahagsleg vá?

Ræða fyrir nefndarfund:
 
Ræða eftir nefndarfund:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Verkfallsréttur verkafólks er löglegur og óumdeilanlegur.

Ef launakjör verkafólks standast ekki samninga milli verkafólks og vinnuveitenda, þá er það brot vinnuveitenda á kjarasamningum verkafólks.

Þetta ætti öllum að vera vel ljóst á litla Íslandi.

Mér skilst að verkafólk á Eimskips-Herjólfi hafi dregist aftur úr umsömdum launakjarasamningum.

Ef það er rétt, þá eiga viðkomandi starfsmenn skilyrðislausan rétt á skaðabótum vegna samningsbrota, frá Eimskip og Íslenska þjóðvegagerðar-ríkissjóðnum, vegna brota á launakjarasamningi verkafólks. Löggjafinn á Íslandi getur ekki sett lög á lögvarinn verkfallsrétt verkafólks, sem sviknir hafa verið í launakjarasamningum.

Ég hélt að það hefði átt að setja lög á Eimskip, fyrir að brjóta umsamin launakjararéttindi verkafólks á Herjólfi, og það fannst mér löngu tímabært! En nei, það voru sett lög á launakjarasvikið verkafólkið!

Það á að sjálfsögðu að krefjast skaðabóta frá ASÍ-yfirmönnum og viðkomandi vanhæfri verkalýðsforystu þeirra starfsmanna, sem sviknir hafa verið í lögvörðum launakjara-samningum. Og ef sú verkalýðsforysta beitir sér ekki í þágu svikins verkafólks á Herjólfi, þá verða óhjákvæmilega risastórir eftirmálar af þessum verkalýðsforystu-embættismanna-ríkissvikum!

Skaðabótaklukkan tifar!

Ef einhverjum finnst þetta flókið, þá ættu þeir sömu að velta fyrir sér tilgangi ASÍ-batterísins rán-dýra, og öllum þeim gagnslausa formanna-fjölda sem eiga að gæta hagsmuna og réttinda launafólks!

Vilhjálmur Birgisson á Akranesi fengist kannski til að halda námsskeið fyrir þessa svikara í ASÍ-teborðhreyfingunni, til að kenna þeim raunveruleg verkefni og tilgang verkalýðsforystunnar! 

Upprifjun verkalýðsbaráttunnar er greinilega orðin mjög þörf, í þessum ofurlaunaða og veruleikafirrta hringborðs-tedrykkjuklúbbi ASÍ!

Vísis-fiskvinnsludæmið þarf líka nákvæma rannsókn, vegna svika og aftöku á heilu samfélögunum víðsvegar um landið þessa dagana! Eru þessir kvótaræningjar hjá Vísi og co, endanlega orðnir alveg snarvitlausir siðblindir geðsjúklingar?

Forsendubrestur af verstu gerð!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2014 kl. 23:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Þór, þú ert greinilega ekki þingmaður Vestmannaeyinga!

Það ERU almannahagsmunir þess heila samfélags að vera ekki lokað frá samgöngum frá meginlandinu og að lífsnauðsynjar þangað og vörur þaðan verði ekki stöðvuð vikum saman með verkfalli eða yfirvinnubanni örfárra manna. Slík athöfn er í raun e.k. fjárkúgun.

Verkfallsrétturinn er EKKI ótakmarkaður. Nákvæmlega það segir stjórnarskráin; þú lest hana hins vegar vitlaust.

Jón Valur Jensson, 5.4.2014 kl. 09:30

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og verkfallsmenn mega ekki ljúga upp á sig veikindum.

Jón Valur Jensson, 5.4.2014 kl. 09:32

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

@Jón Valur.

"Það ERU almannahagsmunir þess heila samfélags að vera ekki lokað frá samgöngum frá meginlandinu"

- Já, en það var ekki staðan. Þeir sem fóru í verkfall hættu yfirvinnu og föstudagsferðum undir það síðasta.

"og að lífsnauðsynjar þangað og vörur þaðan verði ekki stöðvuð vikum saman með verkfalli eða yfirvinnubanni örfárra manna. Slík athöfn er í raun e.k. fjárkúgun."

- Verkfallið stöðvaði ekki lífsnauðsynjar til Eyja, þó það er í raun fjárkúgun í gangi, en það eru verkföll, ef þú vilt verkfalls réttinn burt segðu það þá bara.

"Verkfallsrétturinn er EKKI ótakmarkaður. Nákvæmlega það segir stjórnarskráin; þú lest hana hins vegar vitlaust."

- Hlustaður aftur á ræðuna mína. NEI, verkfallsrétturinn er ekki ótakmarkaður, og ég tek mjög skýrt fram í ræðunni og blogginu hvað þarf til að takmarka hann. Ríkir almannahagsnumir eða efnahgsleg vá.

Jón Þór Ólafsson, 5.4.2014 kl. 23:13

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að sjálfsögðu viðurkenni ég verkfallsréttinn, nafni.

En að örfáir haldi heilu samfélagi (sveitarfélaginu Vestmannaeyjum) í gíslingu með þessum hætti, er ekki eðlilegt.

Jón Valur Jensson, 6.4.2014 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband