Frelsi, jafnrétti og kjötsúpa.

Ég þoli ekki kúgun og mun benda á hana þar sem mér sýnist hún vera, þótt það sé innan hreyfinga sem vilja berjast fyrir jafnrétti og frelsi.  

Aðdragandi greinar sem ég skrifaði fyrir 7 árum var að systir mín varð fyrir því í sífellu að vera spurð hvort hún væri "bara" að hugsa um barnið sitt. Ég skrifaði um þetta blogg þar sem margt má misskilja eins og umræðan síðustu daga hefur sýnt. Umræðan sýnir líka að margar ungar mæður eru enn í dag í sömu stöðu og systir mín var. Skilaboðin sem þær virðast fá er að það að vera heimavinnandi sé eitthvað til að skammast sín fyrir. Þeir sem benda á þessa kúgun eru skammaðir. 

Það er ekki jafnrétti á Íslandi. Það hallar á konur í atvinnulífinu. Það hallar á fráskilda feður. Það hallar á heimavinnandi húsmæður og húsfeður, verk sem ég tók mér þegar konan mín var í námi. Það hallar á transfólk og aðra minnihlutahópa.

Ég er gallharður jafnréttissinni og hef í verki barist gegn kynbundnu ofbeldi sem fjölmiðlafulltrúi í átaki Amnesty og Unifem. Ég þoli ekki kúgun og mun ég halda áfram að benda á hana hvar sem ég sé hana, þótt það sé óvinsælt.

Hér getið þið svo séð hvernig hagsýnn heimilisfaðir hendir í núðlu kjötsúpu á tveimur mínútum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf flottur Jón Þór :-) haltu þínu ofurflotta striki, og sannarlegast mælirðu er Jafnréttisbaráttu hefur uppúr "kynja-baráttu" fáráðnleika farinu !

ÉG er einstæður tveggja dætra pabbi til 15 ára, og er forræði yfir eldri dóttir fékk 1999 þá gapti ég yfir hugarfari fólks þótt verulega vel meintu !

"mikið rosalega ertu duglegur - ertu viss um að ráðir við - mun aðstoða þig skilyrðislaust" !

BÍDDU VIÐ ! því þótt vissulega sé ég með typpi þá er ég Einstaklingur og ber að meta mig sem slíkann, hvort ég er kk eða kvk á ekki að skifta máli og td áðurnefnd "tilboð" alls þess góða og vel meinandi fólks sló mig verulega á kjaftinn er "raun-viðhorfi" til svokallaðs jafnréttis áttaði mig á og upplifði á eigin skinni !

td sé ég ekki allt þetta mjög vel meinandi fólk bjóða Einstæðri móður svo ríka aðstoð v uppeldið og umönnun barna sinna, því eins og "allir vita" þá er Móðurástinn sterkari ÖLLU svo ALLTAF skal fyrsta val vera að kvk annist afkvæmi sín og eitthvað "verulega mikið sé að" ef einstæður föður "neyðist" til að ala upp sín eigin börn !

Jafnrétti ER að virða og umbera gríðarmismun Einstaklingana er Mannkynið fylla :-)

GretarEir (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 11:00

2 identicon

Þó ég sé sammála því sem þú segir um að það megi alveg vera til staðar fleiri húsmæður og húsfeður (og almennt séð megi foreldrar vinna minna) þá finnst mér gamla greinin þín samt minnst snúast um aðstæður systur þinnar en aðalpunkturinn vera hugmyndin um að þeir sem geri húsverk, eða "sætti sig við" léleg laun, vera undirgefnir. Þú mátt gjarnan útskýra nokkra þætti sem stuðuðu mig (og vafalaust fleiri) við lesturinn á gömlu greininni þinni:

1) Hvernig geturðu sagt að kvennabaráttan sé farin að vera kúgandi fyrir konur? Viltu meina að fordómarnir sem systir þín varð fyrir sé beint afsprengi kvennabaráttunnar? Þú notar það orðalag að kvenréttindahreyfingin sé farin að leiða konur "á villigötur". Geturðu útskýrt þetta orðalag?

(Til útskýringar: Fyrir mér hefur kvennabaráttan fyrst og fremst snúist um að auka frelsi og val beggja kynja, t.d. kvenna til að velja sér vinnu (aðra en sem ritarar og flugfreyjur) og fyrir karla að eyða tíma með börnunum sínum. Þetta hefur ekki tekist í öllum tilfellum og stundum virðist manni kannski að þetta virki öfugt, s.s. að konur séu gagnrýndar fyrir að vera heima með börnunum sínum. Ég held að þar sé þó fremur um að kenna fordómafullum einstaklingum innan og utan kvennabaráttunnar fremur en að þetta sé það sem hún snúist um).

2) Það hljómar eins og þér finnist karlar fái "minna út úr" heimilsstörfum en konur. Hvað áttu við með því? Heldurðu því fram að konur fái eitthvað sérstaklega "mikið út úr" heimilsstörfunum? Eru þetta ekki bara störf sem þarf að vinna og einhver þarf að gera, og er sanngjarnt að annar aðilinn í gagnkynhneigðu sambandi sjái um þau en ekki hinn? Gerir það þann sem sýnir minna frumkvæði í þeim, að undirlægju? Mér finnst þú ansi fordómafullur gagnvart körlum í þessari málsgrein, því maður getur ekki lesið annað út úr henni en það að karlmenn séu latari og óþrifalegri en konur, og ef að þeir framkvæmi þessi störf séu þeir kúgaðir, er það merkingin hjá þér?

3) Finnst þér í alvörunni að fólk eigi bara að halda kjafti um það sem pirrar það í fari maka síns, til þess að halda heimilisfriðinn? Er ekki hægt að ræða málin málefnalega, þ.m.t. verkaskiptinguna? Ég á erfitt með að skilja þessa síðustu málsgrein á annan hátt en þann að karlmaðurinn hafi rétt á því að vera latari aðilinn í gagnkynhneigðu sambandi og að konan eigi að halda kjafti um það sem pirrar hana í fari hans, annars verði bara rifrildi og vesen. Ef þetta er merkingin hjá þér þá held ég að vandamálið sé fremur karaktereinkenni viðkomandi aðila, heldur en kyn þeirra. Er þetta réttur skilningur hjá mér, og ef ekki, geturðu útskýrt í hverju misskilningurinn felst?

4) Varðandi punkt frá þér í athugasemdum, að sjálfsöryggi og undirgefni séu illsamræmanleg, þá verð ég að benda þér á að undirgefni er furðulegt orð til að nota í þessu samhengi, þ.e. í samhengi við verkaskiptingu kynjanna inni á heimilunum. Á þetta ekki að snúast um samvinnu og það að komast að sameiginlegri niðurstöðu um heppilega verkaskiptingu (sem getur alveg verið misjöfn eftir heimilum) en ekki því að annað hvor aðilinn kúgi hinn til hlýðni? Með þessu andstöðupari sem þú klifar á; Undirgefni - sjálfsöryggi, á ég erfitt með að sjá að þú sért ekki að halda því fram að karlmenn (sem eigi að vera sjálfsöruggir því konum finnist það sexý) eigi að vera "valdameiri" aðilinn til þess að viðhalda kynþokka sínum, og samkvæmt þessu andstæðupari eigi konan að vera undirgefin honum? Er langsótt að skilja þetta svona? Gott væri að fá frá þér rökstuðning um það ef þessi skilningur er rangur, og ef hann er réttur, finnst þér þá eitthvað skrítið að femínistar og aðrir jafnréttissinnar séu ósáttir við þessa grein?

Helga (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 13:36

3 identicon

Tek undir með Helgu, þú verður að tækla þessa gömlu grein þína betur ef þú ætlast ekki til að hún sé túlkuð sem afstaða þín í jafnréttismálum. Það eru margir sem greina hana á sama hátt og Helga.

Einar (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband