Réttur Heimavarnarliðsins til Borgaralegrar Óhlýðni

heimavarnarli_i.pngÞað er mikilvægt að lögum og reglum sé fylgt. En þeir sem trúa á réttinn til friðsamrar borgaralegrar óhlýðni, eins og Martin Luther King, Gandi og meðlimir Heimavarnarliðsins, áskilja sér rétt til að fylgja ekki lögum sem eru óréttlát, og það réttilega. Hér er málum hins vegar svo háttað að kröfuhafar og ríkisvaldið er að brjóta lögin.

Lánaviðskiptin sem eru að kom fjölda fólks í gjaldþrot voru brot á lögum að hálfu lánveitenda (ég vísa til orða Jóhannes Bjarnar að neðan). Þegar ríkisvaldið framfylgir svo ólöglegri og óréttlátri kröfu fjárglæpamanna um nauðungarsölu á eigum fórnarlamba þeirra, þá er borgaraleg óhlýðni réttlætanleg.

Jóhannes Björn sagði á Austurvelli og Silfri Egils 23 og 24 janúar síðast liðin:

Lög nr. 38 frá 2001 eru skýr. Gjaldeyristryggð lán eru ólögleg. En jafnvel þótt þessi lög væru ekki fyrir hendi þá gerði gjaldeyrisbrask bankanna 2008 verðtryggðu lánin marklaus. Í stuttu máli þá tóku bankarnir stöðu á móti viðskiptavinum sínum þegar þeir snarfelldu gengi íslensku krónunnar. Þeir græddu því bæði á fallandi gengi og hækkun allra gengistryggðra og verðtryggðra lána. Þetta voru ekki eðlileg bankaviðskipti heldur glæpastarfsemi og margur hefur verið settur í járn fyrir minna.

Í 36. grein laga nr. 7 frá 1936 segir orðrétt:

Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig …

Síðan segir í þessum sömu lögum:

Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag.”

Lögin eru skýr og nýlegur dómur sem féll lánafyrirtæki í vil í Héraðsdómi Reykjavíkur sýnir okkur aðeins að samtrygging valdsins hefur náð óþolandi stigi og réttarfar á Íslandi á enga samleið með kerfi landa sem við viljum bera okkur saman við.

 

Hér er linkur á tímamóta rit Henry David Thoreau "Skyldan um Borgaralega Óhlýðni."


mbl.is Trufluðu nauðungaruppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hárrétt.

Það má taka það fram að Thoreau lenti í fangelsi þegar hann neitaði að borga skatt sem styrkti málefni sem hann var á móti. Einhver borgaði tryggingu fyrir hann og hann var látinn laus. Málið var látið niður falla. Hann barðist náttúrulega fyrir jafnrétta fólks óháð uppruna eða kynþáttar. Af þessu tilefni varð til frasi sem er einhvern veginn á þessa leið: "Þú getur fangelsað mann, en þú getur aldrei fangelsað hugmynd." Hugmyndin er sú að fjöldinn mun aldrei sætta sig við að saklaus manneskja sitji í fangelsi fyrir baráttu sem er réttlát.

Það sama ætti að gilda um það gífurlega óréttlæti sem er í gangi á Íslandi. 

Hrannar Baldursson, 11.2.2010 kl. 12:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Borgaraleg óhlýðni er skylda okkar borgaranna þegar önnur ráð duga ekki gegn ofbeldi lýðræðisins sem ævinlega ver gerðir sínar með vísun í skrímslið Exel.

Hagvöxtur svonefndur er orðinn fastur við alla frasa fulltrúa stjórnsýsluskrímslisins með íhlutun daufdumbra og spilltra embættismanna. 

Hagvöxtur er niðurmúruð staðreynd tölfræðilegs eðlis. Fimm sjöttu hlutar þess fyrirbæris er lygi- fjórir fimmtu er klókindalega útreiknuð blekking. Einhversstaðar í mismuninum á þessum brotareiknuðu stærðum er svo sannleikurinn, en ekki auðfundinn.  

Árni Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 13:52

3 identicon

Dálítið einkennileg röksemd fyrir þeirri háttsemi mótmælenda sem fram kom í fréttinni, þar sem þeir voru þarna að mótmæla við uppboð hjá Íbúðalánasjóði sem ekki hefur veitt nein gengistryggð lán.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:01

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ef svo er Sigurður þá er ríkið og íbúðarlánasjóður ekki lögbrjótar í þessu tilfelli og þá get ég ekki réttlætt þessa aðgerð Heimavarnarliðsins.

Ef hins vegar Heimavarnarliðið truflar í framtíðinni ríkisvaldið við að framfylgja ólöglegri og óréttlátri kröfu fjárglæpamanna um nauðungarsölu á eigum fórnarlamba þeirra, þá er borgaraleg óhlýðni þeirra réttlætanleg í mínum bókum.

Jón Þór Ólafsson, 11.2.2010 kl. 17:32

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Réttlæting fyrir aðgerðum Heimavarnarliðsins í þessu tilfelli er engu að síður ástandið. Það brýtur gegn almannahag að ætla að ganga að um það bil 35% heimila í landinu. Það er fyrir utan allt tal um réttlæti, einfaldlega dýrara fyrir okkur á endanum.

Baldvin Jónsson, 11.2.2010 kl. 22:08

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Kreppan er ekki eingöngu að sliga fólk með gengistryggð lán. Hinn vinnusami Íslendingur sem missti atvinnuna í kjölfar bankahrunsins og getur ekki borgað sitt ört hækkandi verðtryggða lán situr í sömu súpu. Eru þeir þá eitthvað "réttminni" en aðilinn sem tók gengistryggða lánið? Réttlætingin er til staðar í öllum tilfellum fórnarlamba bankahrunsins - og þessi borgaralega óhlýðni finnst mér persónulega réttmæt og "krúttleg"....

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.2.2010 kl. 23:22

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég tel mikilvægt að einn hlutur komi frami varðandi borgaralega óhlýðni. En hann er að vera reiðubúinn að taka afleiðingunum á brotunum sem framið er í mótmælaskyni og jafnvel tilbúin að dúsa innan fangelsisveggja eða fá dóm.

Sá hluti er þeim mun mikilvægari í mínum huga- Því eins og Gandhy sagði-"Stattu fyrir þeirri breytni sem þú villt sjá í heiminum" -. Og með því að mótmæla fráleiddum lögum með því að brjóta þau á friðsaman hátt öðlast mótmælin "hug og hjörtu fólk" svo ég vísa í þín eigin orð um "aktevissa"

Brynjar Jóhannsson, 13.2.2010 kl. 09:36

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er stórkostlegt að lesa blogg ykkar þið eruð á réttri leið með byltinguna gegn valdstjórninni og ránastofnunum sem eiga að heita bankar. Nokkrir glæpamenn komu okkur út í þetta botnlausa skuldafen þeir verða að nást og sæta ábyrgð!

Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 23:28

9 identicon

Borgaraleg óhlýðni er kannski ekki rétta leiðin.Best er að þingmaðurinn ásamt öðrum þingmönnum kynni hinum almenna borgara rétt sinn.Og notaði til þess ræðustóll alþingis.Íslenska sambands ríkið leyfir meiri lögbrot,heldur en flest ríki,sem eru aðilar að mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna,Ísland undirritaði 1948 yfir 200 þjóðríki hafa undirrtað sáttmálann.Nó er til af lögum til að verja sig,en dómstólar Íslands,eru ekki með dómsvald eftir mannréttindasáttmála sameinuðuþjóðanna.(sýslumaður/dómari er framkvæmdavald á Íslandi) lögvald var afnumið á Íslandi 1 júlí 1992 (ótrúlegur gjörningur sem mun verða heimsfrægt vegna heimsku)

á Íslandi eru dómarar og sýslumenn skipaðir í störf(skipaðir af td.ráðherra eða forseta) því eru allir dómarar og sýslu menn á persónulegri ábyrgð þess er skipar(td.ráðherra eða forseti) svona fyrirkomulag er bannað með mannréttinda sáttmála sameinuðuþjóðanna.Enda geta allir sem eru reiðir dómaranum á Íslandi dregið þann sem skipaði til ábyrgðar fyrir dómstólum erlendis (ICC.UN.EU.ESA.OSE)

Arngrimur Pálmason (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband